Þingið sem fyrirtæki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar