Ísland meðal forystulanda í flugi Þórólfur Árnason skrifar 6. október 2016 07:00 Þessa dagana stendur yfir í Montreal í Kanada 39. allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), en þingið er haldið þriðja hvert ár. Meðal málefna þess eru stefnur sem varða flugöryggi, flugvernd og umhverfismál til stuðnings öryggi og ábyrgð í almannaflugi. Um er að ræða æðsta vettvang fulltrúa þess 191 ríkis sem á aðild að ICAO, sem hefur það hlutverk að standa vörð um hag flugsins; flugfarþega og fagfólks. ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi. Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi. Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).Umræður um umhverfismál Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum. Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig. Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október. Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir í Montreal í Kanada 39. allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), en þingið er haldið þriðja hvert ár. Meðal málefna þess eru stefnur sem varða flugöryggi, flugvernd og umhverfismál til stuðnings öryggi og ábyrgð í almannaflugi. Um er að ræða æðsta vettvang fulltrúa þess 191 ríkis sem á aðild að ICAO, sem hefur það hlutverk að standa vörð um hag flugsins; flugfarþega og fagfólks. ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi. Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi. Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).Umræður um umhverfismál Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum. Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig. Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október. Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar