Jeep ætlar að smíða lúxusjeppa til höfuðs Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 09:39 Jeep ætlar að feta ókunnar slóðir. Jeep hefur hingað til smíðað fremur hráa og grófa jeppa sem ekki eru með háum verðmiða, en nú hefur fyrirtækið hug á að koma inná markaðinn fyrir dýra lúxusjeppa. Mike Manley, forstjóri Jeep hefur staðfest að Jeep vinni nú að þróun slíks jeppa sem fengi líklega nafnið Grand Wagoneer. Hann mun kosta á bilinu 130-140.000 dollara og eiga margt sameiginlegt með Maserati Levante jeppanum er kemur að íhlutum og undirvagni. Ef þetta háa verð verður á bílnum verður hann dýrari en Range Rover Sport, Porsche Cayenne Turbo, BMW X6M og fleiri aðrir dýrir jeppar sem eru til sölu í dag. Hvað vélarkosti varðar er ekki ólíklegt að í bílnum verði 3,8 lítra V8 forþjöppudrifna vélin sem finna má í Maserati Levante, sem og 3,0 lítra V6 dísilvél en búast ma´við því að kreist verði meira afl útúr þeim í nýja jeppanum. Núna er dýrasti bíll sem Jeep framleiðir Grand Cherokee SRT sem kostar 65.000 dollara og því gæti um tvöföldun verðs á dýrasta bíl Jeep verða að ræða. Búast má við þessum dýra jeppa frá Jeep á árið 2018 eða 2019. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent
Jeep hefur hingað til smíðað fremur hráa og grófa jeppa sem ekki eru með háum verðmiða, en nú hefur fyrirtækið hug á að koma inná markaðinn fyrir dýra lúxusjeppa. Mike Manley, forstjóri Jeep hefur staðfest að Jeep vinni nú að þróun slíks jeppa sem fengi líklega nafnið Grand Wagoneer. Hann mun kosta á bilinu 130-140.000 dollara og eiga margt sameiginlegt með Maserati Levante jeppanum er kemur að íhlutum og undirvagni. Ef þetta háa verð verður á bílnum verður hann dýrari en Range Rover Sport, Porsche Cayenne Turbo, BMW X6M og fleiri aðrir dýrir jeppar sem eru til sölu í dag. Hvað vélarkosti varðar er ekki ólíklegt að í bílnum verði 3,8 lítra V8 forþjöppudrifna vélin sem finna má í Maserati Levante, sem og 3,0 lítra V6 dísilvél en búast ma´við því að kreist verði meira afl útúr þeim í nýja jeppanum. Núna er dýrasti bíll sem Jeep framleiðir Grand Cherokee SRT sem kostar 65.000 dollara og því gæti um tvöföldun verðs á dýrasta bíl Jeep verða að ræða. Búast má við þessum dýra jeppa frá Jeep á árið 2018 eða 2019.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent