Hugleiðing um flóttamenn Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar