Minnkandi bílasala í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 16:31 Þétt bílaumferð í Bandaríkjunum. Bílasala í Bandaríkjunum minnkaði um 0,7% á milli ára í nýliðnum september og seldust 1.434.000 bílar. Bílasala vestanhafs var mjög góð í fyrra og þessi örlítið minnkandi bílasala telst vart mikið áhyggjuefnis en mjög hefur þó hægt á vextinum í ár miðað við síðasta ár. Enn er 0,3% vöxtur í bílasölunni ef fyrstu 9 mánuðir ársins eru lagðir saman. Samdráttur var hjá hinum þremur stóru bandarísku framleiðendum GM, Ford og Fiat Chrysler, sem og Honda en vöxtur var hjá Toyota og Nissan. Sala Toyota jókst um 1,5% en 4,9% hjá Nissan. Af öðrum framleiðendum sem gekk vel má nefna 3,5% aukningu hjá Subaru, 3,6% hjá Mercedes Benz og 1,6% hjá Audi. Salan hjá BMW minnkaði hinsvegar um 4,6%, en mestur samdráttur á meðal stórra framleiðenda varð hjá Ford, eða 8,1%. Eftir niðurstöður septembermánaðar hljóðar ársspáin uppá 17,74 milljón bíla sölu, sem er enn yfir 17,5 milljón bíla spánni frá upphafi árs. Bílasala í september og reyndar undanfarna mánuði í Bandaríkjunum hefur litast mjög af auknum afsláttum á bílum og viðhalda þeir áframhaldandi ágætri sölu. Í fyrra varð aukning hjá svo til öllum framleiðendum en nú snýst slagurinn á milli framleiðenda um aukna eða minnkandi markaðshlutdeild og virðist sem erlendir bílaframleiðendur hafi sífellt betur í samanburði við þá innlendu. Er nú svo komið að Toyota er orðinn stærri bílasali í Bandaríkjunum en Fiat Chrysler og aðeins GM og Ford eru stærri. Honda er svo í fjórða sæti, Nissan í því fimmta og Hyundai/Kia í því sjötta. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent
Bílasala í Bandaríkjunum minnkaði um 0,7% á milli ára í nýliðnum september og seldust 1.434.000 bílar. Bílasala vestanhafs var mjög góð í fyrra og þessi örlítið minnkandi bílasala telst vart mikið áhyggjuefnis en mjög hefur þó hægt á vextinum í ár miðað við síðasta ár. Enn er 0,3% vöxtur í bílasölunni ef fyrstu 9 mánuðir ársins eru lagðir saman. Samdráttur var hjá hinum þremur stóru bandarísku framleiðendum GM, Ford og Fiat Chrysler, sem og Honda en vöxtur var hjá Toyota og Nissan. Sala Toyota jókst um 1,5% en 4,9% hjá Nissan. Af öðrum framleiðendum sem gekk vel má nefna 3,5% aukningu hjá Subaru, 3,6% hjá Mercedes Benz og 1,6% hjá Audi. Salan hjá BMW minnkaði hinsvegar um 4,6%, en mestur samdráttur á meðal stórra framleiðenda varð hjá Ford, eða 8,1%. Eftir niðurstöður septembermánaðar hljóðar ársspáin uppá 17,74 milljón bíla sölu, sem er enn yfir 17,5 milljón bíla spánni frá upphafi árs. Bílasala í september og reyndar undanfarna mánuði í Bandaríkjunum hefur litast mjög af auknum afsláttum á bílum og viðhalda þeir áframhaldandi ágætri sölu. Í fyrra varð aukning hjá svo til öllum framleiðendum en nú snýst slagurinn á milli framleiðenda um aukna eða minnkandi markaðshlutdeild og virðist sem erlendir bílaframleiðendur hafi sífellt betur í samanburði við þá innlendu. Er nú svo komið að Toyota er orðinn stærri bílasali í Bandaríkjunum en Fiat Chrysler og aðeins GM og Ford eru stærri. Honda er svo í fjórða sæti, Nissan í því fimmta og Hyundai/Kia í því sjötta.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent