Fasteignasölum óheimilt að rukka umsýslugjald án samnings Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Dæmi eru um að umsýslugjalds sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði og kemur því kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð. vísir/Vilhelm Algengt er að fasteignasalar fái eign til sölumeðferðar og fái greidd sölulaun fyrir vinnu sína en krefji svo kaupanda um þjónustu- og umsýslugjald. Dæmi eru um að gjaldsins sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði. Því getur það komið kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð án þess að hafa vitað af gjaldinu. Gjaldið getur numið allt frá fjörutíu til níutíu þúsunda króna. Það kemur skýrt fram í fasteignakaupalögum að seljandi á að greiða kostnaðinn af vinnu fasteignasalans við sölu fasteignar.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Fréttablaðið/VilhelmFasteignasölur telja sig eiga rétt á þóknun frá kaupanda vegna skyldu þeirra til að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. „Þetta snýr að margháttaðri þjónustu sem fasteignasali þarf að inna af hendi fyrir kaupandann og þá er líka ákaflega mikilvægt að hver og einn geri samning um það,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Þegar fasteignasali tekur að sér að selja fasteign þá semur hann við seljandann. Ef hann hins vegar tekur að sér sérstök verkefni fyrir kaupanda, svo sem þinglýsingu skjala og fleira, verður hann að semja um það sérstaklega. Þetta kemur fram í 9. gr. laga um sölu fasteigna og skipa sem tóku gildi í júlí 2015. Þetta felur í sér að fasteignasali getur ekki innheimt gjald frá kaupanda sem ekki hefur verið samið um.Hildur Ýr Viðarsdóttir héraðsdómslögmaður. Mynd/LandslögHildur Ýr Viðarsdóttir, héraðsdómslögmaður á Landslögum, segir að ákvæðið hafi verið í eldri lögum, en með lagabreytingu árið 2015 var skerpt á þessari reglu. „Þetta var þannig að það var of algengt að fasteignasalar rukkuðu þetta umsýslugjald án þess að hafa heimild fyrir því. Einhverjir höfðu þetta í smáa letrinu í kauptilboði, sem er í raun ósanngjarnt því kaupandi vill kaupa eign og hún er bara til sölu á tiltekinni fasteignasölu eða -sölum og hann getur ekki snúið sér annað,“ segir Hildur og bætir við að aldrei hafi verið vafi á því hvort heimild væri fyrir gjaldinu áður, heldur þurfa kaupendur að vera meðvitaðir um gjaldið og að heimilt sé að innheimta það ef kaupandinn samþykkir. „Stóra málið er að það þarf að gera samning, það er mjög brýnt þannig að öllum sé ljóst hvað verið er að gera og um hvað er samið,“ segir Grétar en að sögn hans hefur Félag fasteignasala sent öllum félagsmönnum sínum bréf og áréttað þá skyldu að semja þurfi um gjöldin. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Algengt er að fasteignasalar fái eign til sölumeðferðar og fái greidd sölulaun fyrir vinnu sína en krefji svo kaupanda um þjónustu- og umsýslugjald. Dæmi eru um að gjaldsins sé hvergi getið nema í smáu letri í kauptilboði. Því getur það komið kaupanda á óvart að þurfa að reiða fram háa upphæð án þess að hafa vitað af gjaldinu. Gjaldið getur numið allt frá fjörutíu til níutíu þúsunda króna. Það kemur skýrt fram í fasteignakaupalögum að seljandi á að greiða kostnaðinn af vinnu fasteignasalans við sölu fasteignar.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Fréttablaðið/VilhelmFasteignasölur telja sig eiga rétt á þóknun frá kaupanda vegna skyldu þeirra til að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. „Þetta snýr að margháttaðri þjónustu sem fasteignasali þarf að inna af hendi fyrir kaupandann og þá er líka ákaflega mikilvægt að hver og einn geri samning um það,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Þegar fasteignasali tekur að sér að selja fasteign þá semur hann við seljandann. Ef hann hins vegar tekur að sér sérstök verkefni fyrir kaupanda, svo sem þinglýsingu skjala og fleira, verður hann að semja um það sérstaklega. Þetta kemur fram í 9. gr. laga um sölu fasteigna og skipa sem tóku gildi í júlí 2015. Þetta felur í sér að fasteignasali getur ekki innheimt gjald frá kaupanda sem ekki hefur verið samið um.Hildur Ýr Viðarsdóttir héraðsdómslögmaður. Mynd/LandslögHildur Ýr Viðarsdóttir, héraðsdómslögmaður á Landslögum, segir að ákvæðið hafi verið í eldri lögum, en með lagabreytingu árið 2015 var skerpt á þessari reglu. „Þetta var þannig að það var of algengt að fasteignasalar rukkuðu þetta umsýslugjald án þess að hafa heimild fyrir því. Einhverjir höfðu þetta í smáa letrinu í kauptilboði, sem er í raun ósanngjarnt því kaupandi vill kaupa eign og hún er bara til sölu á tiltekinni fasteignasölu eða -sölum og hann getur ekki snúið sér annað,“ segir Hildur og bætir við að aldrei hafi verið vafi á því hvort heimild væri fyrir gjaldinu áður, heldur þurfa kaupendur að vera meðvitaðir um gjaldið og að heimilt sé að innheimta það ef kaupandinn samþykkir. „Stóra málið er að það þarf að gera samning, það er mjög brýnt þannig að öllum sé ljóst hvað verið er að gera og um hvað er samið,“ segir Grétar en að sögn hans hefur Félag fasteignasala sent öllum félagsmönnum sínum bréf og áréttað þá skyldu að semja þurfi um gjöldin.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira