Þungvopnaðir menn sakaðir um sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogahverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2016 11:00 Mönnunum er gefið að sök að hafa sparkað upp hurð á annarri hæð húss í Vogahverfinu í Reykjavík og ruðst inn til konu sem þar bjó. Vísir/GVA Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að hafa ráðist inn í húsnæði í Vogunum í Reykjavík í febrúar 2015 en mennirnir voru vopnaðir hnífi, skammbyssu og riffli. Mönnunum er gefið að sök að hafa sparkað upp hurð á annarri hæð hússins og ruðst inn til konu sem þar bjó. Einn mannanna á að hafa slegið hlaupi riffilsins í bringu konunnar og þá á annar mannanna að hafa hótað henni ef hún hringdi á lögregluna með því að draga fingur yfir háls sér. Þá eru mennirnir einnig ákærðir fyrir að hafa sparkað upp hurð á annarri íbúð á sömu hæð hússins og ráðist þar á karlmann sem þar bjó. Samkvæmt ákæru veittist einn mannanna að honum með spörkum og höggum þar sem brotaþoli lá í rúmi sínu auk þess sem hann skar manninn í andlitið með hnífi. Þá beindi hann skammbyssu að hné mannsins á meðan einn hinna ákærðu stóð hjá og beindi riffli að brotaþola. Í þriðja lagi eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa ruðst inn í annað herbergi í sömu íbúð þar sem tveir þeirra réðust á mann sem þar var inni. Beindi einn mannanna riffli að honum og annar réðst á hann þar sem maðurinn lá í gólfinu og sló hann nokkur högg í andlitið, hafði í hótunum um að drepa hund mannsins og veittist að honum með hnífi og skar hann í andlitið. Að auki er einn mannanna ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrum sambýliskonu. Er honum gefið að sök að hafa slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í höfuð og líkama, sparkað í andlit hennar, hótað að drepa hana og tekið hana kyrkingartaki. Búið er að þingfesta málið í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð þess fer fram. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá karlmenn fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að hafa ráðist inn í húsnæði í Vogunum í Reykjavík í febrúar 2015 en mennirnir voru vopnaðir hnífi, skammbyssu og riffli. Mönnunum er gefið að sök að hafa sparkað upp hurð á annarri hæð hússins og ruðst inn til konu sem þar bjó. Einn mannanna á að hafa slegið hlaupi riffilsins í bringu konunnar og þá á annar mannanna að hafa hótað henni ef hún hringdi á lögregluna með því að draga fingur yfir háls sér. Þá eru mennirnir einnig ákærðir fyrir að hafa sparkað upp hurð á annarri íbúð á sömu hæð hússins og ráðist þar á karlmann sem þar bjó. Samkvæmt ákæru veittist einn mannanna að honum með spörkum og höggum þar sem brotaþoli lá í rúmi sínu auk þess sem hann skar manninn í andlitið með hnífi. Þá beindi hann skammbyssu að hné mannsins á meðan einn hinna ákærðu stóð hjá og beindi riffli að brotaþola. Í þriðja lagi eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa ruðst inn í annað herbergi í sömu íbúð þar sem tveir þeirra réðust á mann sem þar var inni. Beindi einn mannanna riffli að honum og annar réðst á hann þar sem maðurinn lá í gólfinu og sló hann nokkur högg í andlitið, hafði í hótunum um að drepa hund mannsins og veittist að honum með hnífi og skar hann í andlitið. Að auki er einn mannanna ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrum sambýliskonu. Er honum gefið að sök að hafa slegið hana ítrekað með krepptum hnefa í höfuð og líkama, sparkað í andlit hennar, hótað að drepa hana og tekið hana kyrkingartaki. Búið er að þingfesta málið í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð þess fer fram.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira