Fjármálaráðherra segir að girt hafi verið fyrir undanskot í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:24 Fjármálaráðherra segir að girt hafi verið fyrir að efnaðir Íslendingar feldu eignir sínar í útlöndum og slyppu þannig við skattheimtu, með upplýsingaskiptasamningum innan OECD samstarfsins. Hann hafi ekki vitað af eignum eiginkonu forsætisráðherra á Jómfrúaeyjum en ekkert benti til að lög hefðu verið brotin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hvað væri gert til að koma í veg fyrir að efnaðir Íslendingar komi tekjum í skattaskjól í öðrum löndum sem hafi verið viðvarandi fyrir hrun. Nú kæmu gjaldeyrishöft í veg fyrir þetta en þau yrðu brátt afnumin. „Þessi staða veldur því að byrðarnar af velferðarþjónustunni leggjast allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera,“ sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa beitt sér fyrir aðild Íslands að alþjóðlegum samningum Efnahags og framfarastofnunarinnar um upplýsingaskipti skattyfirvalda sem hafi gefist vel. Flestir hefðu haft mestar áhyggjur af eignarhaldsfélögum á aflandssvæðum þar sem verið væri að fela eignir og þá kæmu upplýsingaskiptin sér vel. „Þar sem eignir eru ekki tilgreindar í skattframtölum. Sömuleiðis viðskipti í slíkum félögum á lagskattasvæðum sem hvergi eru þegar upp er staðið skattlögð,“ sagði fjármálaráðherra. Upplýst var í gær að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti félag skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Í svari við fyrirspurn frá Óttarri Proppé formanni Bjartrar framtíðar sagðist fjármálaráðherra ekki hafa vitað fyrr en í gær að eiginkona forsætisráðherra hafi verið ein af kröfuhöfunum í föllnu bankana. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál,“ spurði Óttarr. Bjarni sagði best að forsætisráðherra svaraði sjálfur fyrir sín mál eins og hann væri viss um að hann myndi gera ef eftir því væri leitað. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að girt hafi verið fyrir að efnaðir Íslendingar feldu eignir sínar í útlöndum og slyppu þannig við skattheimtu, með upplýsingaskiptasamningum innan OECD samstarfsins. Hann hafi ekki vitað af eignum eiginkonu forsætisráðherra á Jómfrúaeyjum en ekkert benti til að lög hefðu verið brotin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði fjármálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hvað væri gert til að koma í veg fyrir að efnaðir Íslendingar komi tekjum í skattaskjól í öðrum löndum sem hafi verið viðvarandi fyrir hrun. Nú kæmu gjaldeyrishöft í veg fyrir þetta en þau yrðu brátt afnumin. „Þessi staða veldur því að byrðarnar af velferðarþjónustunni leggjast allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera,“ sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa beitt sér fyrir aðild Íslands að alþjóðlegum samningum Efnahags og framfarastofnunarinnar um upplýsingaskipti skattyfirvalda sem hafi gefist vel. Flestir hefðu haft mestar áhyggjur af eignarhaldsfélögum á aflandssvæðum þar sem verið væri að fela eignir og þá kæmu upplýsingaskiptin sér vel. „Þar sem eignir eru ekki tilgreindar í skattframtölum. Sömuleiðis viðskipti í slíkum félögum á lagskattasvæðum sem hvergi eru þegar upp er staðið skattlögð,“ sagði fjármálaráðherra. Upplýst var í gær að Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra ætti félag skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Í svari við fyrirspurn frá Óttarri Proppé formanni Bjartrar framtíðar sagðist fjármálaráðherra ekki hafa vitað fyrr en í gær að eiginkona forsætisráðherra hafi verið ein af kröfuhöfunum í föllnu bankana. „Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra að forsætisráðherra hefði átt að láta þing og þjóð vita af því að kona hans væri erlendur kröfuhafi og þar með að fjölskylda hæstvirts forsætisráðherra ætti verulega hagsmuni undir því hvernig þingið afgreiddi þessi mál,“ spurði Óttarr. Bjarni sagði best að forsætisráðherra svaraði sjálfur fyrir sín mál eins og hann væri viss um að hann myndi gera ef eftir því væri leitað. „Ég hef ekki séð neitt annað fram komið í þessu máli en það að lögum og reglum hafi verið fylgt. Að því leytinu til er ég ekki í nokkurri stöðu til að segja að eitthvað óeðlilegt hafi verið hér á ferðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira