Erlent

Blaðamenn leggja niður störf í Ástralíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Blaðamenn hjá einni stærstu blaðaútgáfu Ástralíu, Fairfax Media, hafa lagt niður störf. Það gera þeir eftir að fyrirtækið tilkynnti að 120 starfsmönnum yrði sagt upp störfum í sparnaðar- og hagræðingarskyni.

Starfsfólkið lýsti yfir vonbrigðum sínum á samskiptamiðlum í dag og sagðist ekki ætla að snúa aftur til vinnu fyrr en á mánudag í mótmælaskyni. Uppsagnirnar setji framtíð frjálsrar fjölmiðlunar í mikið uppnám. Þá hefur verkalýðsfélagið lýst því yfir að barist verði fyrir hverju starfi.

Ritstjóri útgáfunnar, Sean Alymer, sagði í tölvupósti að þessar breytingar væru í takt við minnkandi lestur, en auglýsingatekjur hafa einnig minnkað umtalsvert.

Fairfax gefur út vefmiðilinn Sydney Morning Herald sem er ein mest lesna fréttasíða landsins en uppsagnirnar ná einnig til prentmiðlanna The Age News og Australian Financial Review.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×