Erlent

Washington Metro opnað aftur eftir rúman sólarhring

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lokunin hafið áhrif á yfir 700 þúsund farþega.
Lokunin hafið áhrif á yfir 700 þúsund farþega. vísir/epa
Neðanjarðarlestakerfi Washingtonborgar verður opnað aftur í dag eftir að hafa legið niðri í 29 klukkustundir. Því var lokað á meðan gerðar voru öryggisprófanir en nokkrir eldar hafa komið upp að undanförnu sem talið er að hafi kviknað út frá rafmagnslínum kerfisins.

Um er að ræða næst stærsta neðanjarðarlestakerfi Bandaríkjanna og nýta sér yfir 700 þúsund manns sér þennan samgöngumáta dag hvern. Komið var til móts við farþeganna meðal annars með því að bjóða upp á fríar strætóferðir ásamt því sem þeir gátu fengið reiðhjól að láni.

Eldsvoði sem kom upp í vikunni olli miklum seinkunum á samgöngukerfinu. Á síðasta ári kom upp sambærilegt atvik sem varð til þess að lestarvagn fylltist af reyk með þeim afleiðingum að einn lést. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem lestarstöðinni er lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×