Var hrunið stjórnarskránni að kenna? Hjörtur Hjartarson skrifar 28. október 2016 07:00 Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin til að þegja hana í hel mistókst. Því heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf án rökstuðnings – um að hrunið hafi ekki verið stjórnarskránni að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en aðeins að því leyti að ábyrgðinni á hruninu verður ekki komið yfir á stjórnarskrána. Við vitum nokkurn veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k. þau okkar sem muna eitthvað úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Nýlegar fréttir af framgöngu fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu fyrir hrun gefa líka vísbendingar. Örstutt upptalning varpar ljósi á málið: Formenn tveggja stjórnmálaflokka skiptu á milli sín bankakerfi þjóðarinnar og afhentu vildarvinum flokkanna. Tæpum sex árum síðar hrundi fjármálakerfið undan spillingunni með brauki og bramli. Líf tugþúsunda gekk úr skorðum. Tveir flokksformenn, áðurnefndir, lögðu nafn Íslands við ólöglegt árásarstríð á hendur öðru ríki, og þurftu hvorki að tala við kóng né prest. Landsmenn búa við óréttlátt kosningakerfi sem þeir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er ekki breytt vegna þess að stjórnmálaflokkarnir ætla sér viðhalda óréttlætinu. Þjóðin má una við óréttláta skiptingu arðs af sinni helstu auðlind í áratugi þótt milli 80 og 90% landsmanna séu því andvíg. Jarðvegur ofríkis Þetta fengist staðist nema í skjóli þess að við búum við úrelta og ólýðræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er jarðvegur ofríkis og sérhagsmunagæslu örfárra og tryggir um leið valdaleysi almennings. Stjórnmálastéttin hét þjóðinni því árið 1944 að hún myndi semja sér sína eigin stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið væri afgreitt. Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 25. nóvember 2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá prófessor í stjórnskipunarrétti og nú hæstaréttardómari, um tregðuna til að standa við fyrirheitið frá 1944: „Valdið hefur safnast á hendur ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna, og fyrst og fremst oddvita stjórnarflokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir byggja völd sín á þessum miklu völdum. ... Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“ Það er eðlilegt að mesti fúinn í hinu gamalgróna valdakerfi landsins skuli standa gegn nýju stjórnarskránni. En það er of langt gengið að virða ekki vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný stjórnarskrá hefur í för með sér eru auk þess lífsnauðsynlegar íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin til að þegja hana í hel mistókst. Því heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf án rökstuðnings – um að hrunið hafi ekki verið stjórnarskránni að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en aðeins að því leyti að ábyrgðinni á hruninu verður ekki komið yfir á stjórnarskrána. Við vitum nokkurn veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k. þau okkar sem muna eitthvað úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Nýlegar fréttir af framgöngu fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu fyrir hrun gefa líka vísbendingar. Örstutt upptalning varpar ljósi á málið: Formenn tveggja stjórnmálaflokka skiptu á milli sín bankakerfi þjóðarinnar og afhentu vildarvinum flokkanna. Tæpum sex árum síðar hrundi fjármálakerfið undan spillingunni með brauki og bramli. Líf tugþúsunda gekk úr skorðum. Tveir flokksformenn, áðurnefndir, lögðu nafn Íslands við ólöglegt árásarstríð á hendur öðru ríki, og þurftu hvorki að tala við kóng né prest. Landsmenn búa við óréttlátt kosningakerfi sem þeir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er ekki breytt vegna þess að stjórnmálaflokkarnir ætla sér viðhalda óréttlætinu. Þjóðin má una við óréttláta skiptingu arðs af sinni helstu auðlind í áratugi þótt milli 80 og 90% landsmanna séu því andvíg. Jarðvegur ofríkis Þetta fengist staðist nema í skjóli þess að við búum við úrelta og ólýðræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er jarðvegur ofríkis og sérhagsmunagæslu örfárra og tryggir um leið valdaleysi almennings. Stjórnmálastéttin hét þjóðinni því árið 1944 að hún myndi semja sér sína eigin stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið væri afgreitt. Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 25. nóvember 2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá prófessor í stjórnskipunarrétti og nú hæstaréttardómari, um tregðuna til að standa við fyrirheitið frá 1944: „Valdið hefur safnast á hendur ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna, og fyrst og fremst oddvita stjórnarflokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir byggja völd sín á þessum miklu völdum. ... Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“ Það er eðlilegt að mesti fúinn í hinu gamalgróna valdakerfi landsins skuli standa gegn nýju stjórnarskránni. En það er of langt gengið að virða ekki vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný stjórnarskrá hefur í för með sér eru auk þess lífsnauðsynlegar íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun