
Samfylkingin fyrir heilbrigðara samfélag
Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.
Þetta er allt hægt
Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.
Hjartað á réttum stað
Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár.
Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.
Kjósum Samfylkinguna
Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi.
Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Von í Vonarskarði
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Þjóð gegn þjóðarmorði
Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar

Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu??
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar

Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun?
Íris E. Gísladóttir skrifar

Þegar öllu er á botninn hvolft
Ingólfur Sverrisson skrifar

Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi
Gunnar Pétur Haraldsson skrifar

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Á hvaða ári er Inga Sæland stödd?
Snorri Másson skrifar

Eru börn innviðir?
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist
Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Körfubolti á tímum þjóðarmorðs
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Draugagangur í Alaska
Hannes Pétursson skrifar

Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða
Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar

Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum
Ægir Lúðvíksson skrifar

76 dagar
Erlingur Sigvaldason skrifar

Í minningu körfuboltahetja
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði?
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Húsnæðisbæturnar sem hurfu
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Hjartans mál í kennslu
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Sporin þín Valtýr
Soffía Sigurðardóttir skrifar

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar