Aukin norræn samvinna á alþjóðavettvangi Norðurlandaráð skrifar 28. október 2016 07:00 Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahagslegs jöfnuðar, mannréttinda og lífsgæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurningar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næstkomandi og að mati okkar jafnaðarmanna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norðurlöndin, með formlegum og skipulegum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameiginlega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli.Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum tilfellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög, því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherraráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomnar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherrana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóðavettvangi, ekki síst innan Evrópusambandsins eru forgangsmál jafnaðarmanna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vísindasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þingflokksins https://s-norden.org/. Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, NoregiÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahagslegs jöfnuðar, mannréttinda og lífsgæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurningar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næstkomandi og að mati okkar jafnaðarmanna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norðurlöndin, með formlegum og skipulegum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameiginlega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli.Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum tilfellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög, því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherraráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomnar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherrana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóðavettvangi, ekki síst innan Evrópusambandsins eru forgangsmál jafnaðarmanna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vísindasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þingflokksins https://s-norden.org/. Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, NoregiÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar