Segir ráðningu bæjarstjóra í forstjórastól Orkubúsins lykta illa Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2016 12:24 Árni Brynjólfsson bóndi og stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða segir sig úr stjórn Orkubúsins þótt hann segist vanur fjósalykt. Aðrir stjórnarmenn tengjast allir Sjálfstæðisflokknum. vísir/pjetur Stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækisins vegna ráðningar bæjarstjórans í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Hann segir að fyrirframákveðið ráðningarferli hafi verið sniðgengið og hæfasti maðurinn ekki ráðinn í starfið.Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því í morgun að Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði hafi sagt af sér stjórnarmennsku í Orkubúi Vestfjarða vegna ráðningar Elíasar Jónatanssonar bæjarstjóra í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Árni greiddi einn stjórnarmanna atkvæði gegn ráðningunni en allir hinir stjórnarmennirnir tengjast eins og Elías Sjálfstæðisflokknum. Árni segir að eftir ráðningu Elíasar geti hann ekki unnið að heilindum í stjórn Orkubúsins. „Í fyrsta lagi finnst mér ekki ráðningarferlið sem ég taldi mig vera þátttakenda í ekki hafa verið klárað. Við vorum stödd í ferli sem átti að enda með því að stjórnin fengi umsækjendur í viðtal,“ segir Árni. Til hafi staðið að eftir að ráðningafyrirtæki hefði flokkað tvo til fjóra hæfustu umsækjendurna úr stórum hópi umsækjenda, myndi stjórnin ræða við þá. Ekki hafi verið staðið við það heldur boðað til símafundar þar sem atkvæðagreiðsla fór fram um ráðningu Elíasar bæjarstjóra án þess að stjórnarmenn hefðu nokkru sinni rætt við hann eða aðra umsækjendur.Finnst þér þetta lykta af því að það hafi verið fyrir fram ákveðið að Elías ætti að fá starfið?„Ég get svo sem ekkert fullyrt um það. En ég neita því ekki að mér finnst ég finna vonda lykt.“Og þá pólitíska?„Eða einhver önnur lykt sem við getum talað um. Ég er reyndar vanur fjósalykt.“Þannig að þér finnst vera skítalykt af málinu?„Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um það,“ segir Árni og hlær. Það hefði verið eðlilegt að stjórnarmenn fengju að hitta tvo til fjóra umsækjendur í viðtal. Niðurstaðan hafi orðið sú að hæfasti einstaklingurinn hafi ekki verið ráðinn í starfið. „En í mínum huga er það ekki hæfasti einstaklingurinn. Ég held að það hafi komið fram einhvers staðar eftir mér að ég gat kannski sett hann í fjórða sæti. En mig vantaði náttúrlega að klára ferlið. Hugsanlega hefði ég fengið einhver rök í viðtali við aðila sem hefði breytt því,“ segir Árni Brynjólfsson. Tengdar fréttir Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra "Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál,“ segir Kristján Haraldsson sem lýkur störfum hjá Orkubúi Vestfjarða í tólf mánaða námsleyfi með yfir milljón krónur á mánuði. 8. mars 2016 11:05 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækisins vegna ráðningar bæjarstjórans í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Hann segir að fyrirframákveðið ráðningarferli hafi verið sniðgengið og hæfasti maðurinn ekki ráðinn í starfið.Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því í morgun að Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði hafi sagt af sér stjórnarmennsku í Orkubúi Vestfjarða vegna ráðningar Elíasar Jónatanssonar bæjarstjóra í Bolungarvík í starf forstjóra Orkubúsins. Árni greiddi einn stjórnarmanna atkvæði gegn ráðningunni en allir hinir stjórnarmennirnir tengjast eins og Elías Sjálfstæðisflokknum. Árni segir að eftir ráðningu Elíasar geti hann ekki unnið að heilindum í stjórn Orkubúsins. „Í fyrsta lagi finnst mér ekki ráðningarferlið sem ég taldi mig vera þátttakenda í ekki hafa verið klárað. Við vorum stödd í ferli sem átti að enda með því að stjórnin fengi umsækjendur í viðtal,“ segir Árni. Til hafi staðið að eftir að ráðningafyrirtæki hefði flokkað tvo til fjóra hæfustu umsækjendurna úr stórum hópi umsækjenda, myndi stjórnin ræða við þá. Ekki hafi verið staðið við það heldur boðað til símafundar þar sem atkvæðagreiðsla fór fram um ráðningu Elíasar bæjarstjóra án þess að stjórnarmenn hefðu nokkru sinni rætt við hann eða aðra umsækjendur.Finnst þér þetta lykta af því að það hafi verið fyrir fram ákveðið að Elías ætti að fá starfið?„Ég get svo sem ekkert fullyrt um það. En ég neita því ekki að mér finnst ég finna vonda lykt.“Og þá pólitíska?„Eða einhver önnur lykt sem við getum talað um. Ég er reyndar vanur fjósalykt.“Þannig að þér finnst vera skítalykt af málinu?„Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um það,“ segir Árni og hlær. Það hefði verið eðlilegt að stjórnarmenn fengju að hitta tvo til fjóra umsækjendur í viðtal. Niðurstaðan hafi orðið sú að hæfasti einstaklingurinn hafi ekki verið ráðinn í starfið. „En í mínum huga er það ekki hæfasti einstaklingurinn. Ég held að það hafi komið fram einhvers staðar eftir mér að ég gat kannski sett hann í fjórða sæti. En mig vantaði náttúrlega að klára ferlið. Hugsanlega hefði ég fengið einhver rök í viðtali við aðila sem hefði breytt því,“ segir Árni Brynjólfsson.
Tengdar fréttir Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra "Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál,“ segir Kristján Haraldsson sem lýkur störfum hjá Orkubúi Vestfjarða í tólf mánaða námsleyfi með yfir milljón krónur á mánuði. 8. mars 2016 11:05 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Leyndardómsfullt háskólanám orkubússtjóra "Mér finnst þetta bara vera mitt prívatmál,“ segir Kristján Haraldsson sem lýkur störfum hjá Orkubúi Vestfjarða í tólf mánaða námsleyfi með yfir milljón krónur á mánuði. 8. mars 2016 11:05