Viðsnúningur Hæstaréttar sparar ríkinu 275 milljónir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 09:29 Útboðið 2005 var í höndum Ríkiskaupa. vísir/gva Í gær sýknaði Hæstiréttur íslenska ríkið af bótakröfu Hópbílaleigunnar ehf. Með því komst dómurinn að öndverðri niðurstöðu en fjölskipaður héraðsdómur sem dæmdi ríkið til að greiða tæpar 275 milljónir króna í bætur. Málið á sér langa forsögu. Árið 2005 efndu Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar, til útboðs um áætlunar- og skólaakstur á tilteknum landsvæðum. Þar á meðal var skólaakstur fyrir Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Suðurlands. Í október sama ár tók Vegagerðin tilboði Kynnisferða ehf., sem þó var hærra en tilboð Hópbílaleigunnar, um skólaakstur skólanna tveggja og skildi samningur aðila gilda í þrjú ár. Hópbílaleigan taldi með því á sér brotið og höfðaði mál gegn ríkinu til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem fælist í missis hagnaðar. Í maí 2008 féllst Hæstiréttur á bótaskyldu ríkisins og í desember 2013 var ríkið dæmt til að greiða tæplega 249 milljónir í bætur vegna málsins. Þær bætur, sem Hópbílaleigunni voru dæmdar, voru vegna tjóns á árunum 2006-2008. Í samningi Vegagerðarinnar og Kynnisferða var hemild til að framlengja hann kysu aðilar svo. Var það gert í tvígang. Í máli því, þar sem dómur féll í gær, hafði Hópbílaleigan stefnt ríkinu til greiðslu bóta fyrir það tímabil. Í niðurstöðu Hæstaréttar nú segir að Hópbílaleigan hafi átt rétt á bótum úr hendi ríkisins vegna „missis hagnaðar sem [fyrirtækið] hefði notið ef ekki hefði komið til ákvörðunar Vegagerðarinnar 18. október 2005 um að hafna tilboði [þess] í sérleyfisakstur á Suðurnesjum.“ Hin bótaskylda háttsemi ríkisins miðist því við þann dag en ekki 30. desember 2008 þegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum framlengdi fyrri samninginn.Dómurinn taldi einnig ljóst að bótaréttur sá sem Hópbílaleigan hélt fram, vegna áranna 2009 og 2010, væri háður óorðnum atvikum sem urðu mörgum árum síðar. Skilyrði skaðabótaskyldu um sennilega afleiðingu þótti því ekki uppfyllt og ríkið var því sýknað af kröfunni. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Í gær sýknaði Hæstiréttur íslenska ríkið af bótakröfu Hópbílaleigunnar ehf. Með því komst dómurinn að öndverðri niðurstöðu en fjölskipaður héraðsdómur sem dæmdi ríkið til að greiða tæpar 275 milljónir króna í bætur. Málið á sér langa forsögu. Árið 2005 efndu Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar, til útboðs um áætlunar- og skólaakstur á tilteknum landsvæðum. Þar á meðal var skólaakstur fyrir Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Suðurlands. Í október sama ár tók Vegagerðin tilboði Kynnisferða ehf., sem þó var hærra en tilboð Hópbílaleigunnar, um skólaakstur skólanna tveggja og skildi samningur aðila gilda í þrjú ár. Hópbílaleigan taldi með því á sér brotið og höfðaði mál gegn ríkinu til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem fælist í missis hagnaðar. Í maí 2008 féllst Hæstiréttur á bótaskyldu ríkisins og í desember 2013 var ríkið dæmt til að greiða tæplega 249 milljónir í bætur vegna málsins. Þær bætur, sem Hópbílaleigunni voru dæmdar, voru vegna tjóns á árunum 2006-2008. Í samningi Vegagerðarinnar og Kynnisferða var hemild til að framlengja hann kysu aðilar svo. Var það gert í tvígang. Í máli því, þar sem dómur féll í gær, hafði Hópbílaleigan stefnt ríkinu til greiðslu bóta fyrir það tímabil. Í niðurstöðu Hæstaréttar nú segir að Hópbílaleigan hafi átt rétt á bótum úr hendi ríkisins vegna „missis hagnaðar sem [fyrirtækið] hefði notið ef ekki hefði komið til ákvörðunar Vegagerðarinnar 18. október 2005 um að hafna tilboði [þess] í sérleyfisakstur á Suðurnesjum.“ Hin bótaskylda háttsemi ríkisins miðist því við þann dag en ekki 30. desember 2008 þegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum framlengdi fyrri samninginn.Dómurinn taldi einnig ljóst að bótaréttur sá sem Hópbílaleigan hélt fram, vegna áranna 2009 og 2010, væri háður óorðnum atvikum sem urðu mörgum árum síðar. Skilyrði skaðabótaskyldu um sennilega afleiðingu þótti því ekki uppfyllt og ríkið var því sýknað af kröfunni.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira