Ólafur Ólafsson: Þakkar starfsfólki bráðavaktar eftir þyrluslysið Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Vísir/Jói K Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, sá ástæðu til þess að skrifa opið þakkabréf til bráðadeildar Landsspítalans eftir að hann og fjórir aðrir voru fluttur þangað eftir að þyrla hans brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun 22. maí síðastliðinn. Hann kallar slysið „merkilega lífsreynslu“. Í bréfinu segir hann að fagmennskan hafi ekki leynt sér og að viðmóti starfsfólks og lækna hafi verið róandi og traustvekjandi. Hann segir þar allan fyrirtækjarekstur byggja á góðu starfsfólki, forgangsröðun verkefna og skilvirkum verkferlum. Hann segist hafa orðið agndofa hvað þessa þætti varðar hjá bráðamóttökunni og segir það ómetanlegt að hafa aðgang að fagfólki sem bregst við af jafn mikilli festu og öryggi.Þakkir eftir flugslysHér fyrir neðan má lesa bréfið í heild sinni;Það var merkileg lífsreynsla að fylgjast með því öfluga kerfi sem fór í gang á bráðadeild Landspítalans þegar ég og félagar mínir vorum fluttir þangað eftir flugslys á dögunum.Hópur lækna og hjúkrunarfólks beið okkar á bráðadeildinni og hófst handa um leið og við vorum færðir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti okkur af slysstað. Teymið skoðaði og greindi áverka hjá hverjum og einum á fumlausan hátt. Verkefnum var forgangsraðað, við teknir til rannsóknar, ástand okkar greint og við sendir í myndatökur, skanna eða aðrar þær rannsóknir sem nauðsynlegar voru.Fagmennskan leyndi sé ekki, vinnubrögðin og viðmótið voru í senn róandi og traustvekjandi. Við vorum sannarlega í góðum höndum, það fundum við strax.Allur fyrirtækjarekstur byggir á góðu starfsfólki, forgangsröðun verkefna og skilvirkum verkferlum. Ferlafræðina þekki ég vel af minni eigin reynslu af rekstri fyrirtækja minna. Verklagið á bráðavaktinni var til fyrirmyndar, hver einasti starfsmaður vissi hvert hans hlutverk var og vinnuferlarnir voru hnökralausir. Hvernig allir þessir þættir unnu saman þennan eftirmiðdag gerðu mig agndofa.Fagmennskan á Landspítalanum er ekki bundin við bráðadeildina, lega á mismunandi deildum sjúkrahússins sannfærði mig um það. Aðbúnaðurinn og vinnubrögðin voru alls staðar til mikillar fyrirmyndar og starfsfólk Landspítalans bæði faglegt og sérlega alúðlegt.Það er ómetanlegt að hafa aðgang að fagfólki sem bregst við af jafn mikilli festu og öryggi þegar hér verða óhöpp eða alvarleg slys. Við fundum fyrir famennsku viðbragðsaðila allt frá því við kölluðum á hjálp á slysstað. Af stað fór umfangsmikið útkall meðal björgunarsveita og tugir sjálfboðaliða stóðu upp frá sínum daglegu verkum tilbúnir til leitar og björgunar. Sjúkrabílar og lögregla héldu í átt að slysstað og þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið.Ég vil þakka öllum sem brugðust við þennan sunnudag í maí, ekki síst læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. Sitt sýnist hverjum um flugferðina, en sú umræða má samt ekki skyggja á það sem við getum sameinast um og verið þakklát fyrir; að búa við öryggi sem felst í heilbrigðisstarfsfólki á heimsmælikvarða.Takk fyrir mig,Ólafur Ólafsson Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Fjárfestirinn átti að vera mættur á Vernd klukkan 21. 23. maí 2016 10:59 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa, sá ástæðu til þess að skrifa opið þakkabréf til bráðadeildar Landsspítalans eftir að hann og fjórir aðrir voru fluttur þangað eftir að þyrla hans brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun 22. maí síðastliðinn. Hann kallar slysið „merkilega lífsreynslu“. Í bréfinu segir hann að fagmennskan hafi ekki leynt sér og að viðmóti starfsfólks og lækna hafi verið róandi og traustvekjandi. Hann segir þar allan fyrirtækjarekstur byggja á góðu starfsfólki, forgangsröðun verkefna og skilvirkum verkferlum. Hann segist hafa orðið agndofa hvað þessa þætti varðar hjá bráðamóttökunni og segir það ómetanlegt að hafa aðgang að fagfólki sem bregst við af jafn mikilli festu og öryggi.Þakkir eftir flugslysHér fyrir neðan má lesa bréfið í heild sinni;Það var merkileg lífsreynsla að fylgjast með því öfluga kerfi sem fór í gang á bráðadeild Landspítalans þegar ég og félagar mínir vorum fluttir þangað eftir flugslys á dögunum.Hópur lækna og hjúkrunarfólks beið okkar á bráðadeildinni og hófst handa um leið og við vorum færðir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti okkur af slysstað. Teymið skoðaði og greindi áverka hjá hverjum og einum á fumlausan hátt. Verkefnum var forgangsraðað, við teknir til rannsóknar, ástand okkar greint og við sendir í myndatökur, skanna eða aðrar þær rannsóknir sem nauðsynlegar voru.Fagmennskan leyndi sé ekki, vinnubrögðin og viðmótið voru í senn róandi og traustvekjandi. Við vorum sannarlega í góðum höndum, það fundum við strax.Allur fyrirtækjarekstur byggir á góðu starfsfólki, forgangsröðun verkefna og skilvirkum verkferlum. Ferlafræðina þekki ég vel af minni eigin reynslu af rekstri fyrirtækja minna. Verklagið á bráðavaktinni var til fyrirmyndar, hver einasti starfsmaður vissi hvert hans hlutverk var og vinnuferlarnir voru hnökralausir. Hvernig allir þessir þættir unnu saman þennan eftirmiðdag gerðu mig agndofa.Fagmennskan á Landspítalanum er ekki bundin við bráðadeildina, lega á mismunandi deildum sjúkrahússins sannfærði mig um það. Aðbúnaðurinn og vinnubrögðin voru alls staðar til mikillar fyrirmyndar og starfsfólk Landspítalans bæði faglegt og sérlega alúðlegt.Það er ómetanlegt að hafa aðgang að fagfólki sem bregst við af jafn mikilli festu og öryggi þegar hér verða óhöpp eða alvarleg slys. Við fundum fyrir famennsku viðbragðsaðila allt frá því við kölluðum á hjálp á slysstað. Af stað fór umfangsmikið útkall meðal björgunarsveita og tugir sjálfboðaliða stóðu upp frá sínum daglegu verkum tilbúnir til leitar og björgunar. Sjúkrabílar og lögregla héldu í átt að slysstað og þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið.Ég vil þakka öllum sem brugðust við þennan sunnudag í maí, ekki síst læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. Sitt sýnist hverjum um flugferðina, en sú umræða má samt ekki skyggja á það sem við getum sameinast um og verið þakklát fyrir; að búa við öryggi sem felst í heilbrigðisstarfsfólki á heimsmælikvarða.Takk fyrir mig,Ólafur Ólafsson
Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Fjárfestirinn átti að vera mættur á Vernd klukkan 21. 23. maí 2016 10:59 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40
Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Fjárfestirinn átti að vera mættur á Vernd klukkan 21. 23. maí 2016 10:59
Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04