Vinstri menn vilja fjölga borgarfulltrúum Sigríður Á. Andersen og Kjartan Magnússon skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Á síðasta kjörtímabili þrýsti vinstri stjórnin þeirri lagabreytingu í gegnum þingið að skylt yrði að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar úr 15 í að lágmarki 23 en í allt að 31. Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa aldrei verið fleiri að einu kjörtímabili undanskildu. Á kjörtímabilinu 1978-1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur. Engin ástæða er til að löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa og að stækka þannig kerfið. Nú eru um átta þúsund kjósendur að baki hverjum borgarfulltrúa og er það svipað hlutfall og tíðkast í höfuðborgum Norðurlandanna. Sigríður hefur því ásamt sjö öðrum þingmönnum lagt fram og mælt fyrir frumvarpi á Alþingi sem afnemur þessa skyldu til fjölgunar borgarfulltrúa. Frumvarpið bíður þess nú að vera afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu. Kjartan hefur ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins flutt tillögu um að borgarstjórn skori á Alþingi að breyta umræddu lagaákvæði þannig að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Í umsögn forsætisnefndar borgarinnar um frumvarp Sigríðar er lagst gegn því. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og Vinstri græn, styðja þar með að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað um a.m.k. 53 prósent. Það vekur sérstaka athygli að vinstri flokkarnir í borgarstjórn styðji með þessum hætti að Alþingi taki ráðin af borgarstjórninni. En þar sem um er að ræða útþenslu kerfisins þarf það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Tengdar fréttir Á vegamótum Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. 5. september 2016 07:00 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili þrýsti vinstri stjórnin þeirri lagabreytingu í gegnum þingið að skylt yrði að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar úr 15 í að lágmarki 23 en í allt að 31. Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa aldrei verið fleiri að einu kjörtímabili undanskildu. Á kjörtímabilinu 1978-1982 var ákveðið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21 en á næsta kjörtímabili ákvað borgarstjórn að fækka þeim aftur og hefur síðan ekki séð ástæðu til að fjölga þeim aftur. Engin ástæða er til að löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa og að stækka þannig kerfið. Nú eru um átta þúsund kjósendur að baki hverjum borgarfulltrúa og er það svipað hlutfall og tíðkast í höfuðborgum Norðurlandanna. Sigríður hefur því ásamt sjö öðrum þingmönnum lagt fram og mælt fyrir frumvarpi á Alþingi sem afnemur þessa skyldu til fjölgunar borgarfulltrúa. Frumvarpið bíður þess nú að vera afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu. Kjartan hefur ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins flutt tillögu um að borgarstjórn skori á Alþingi að breyta umræddu lagaákvæði þannig að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Í umsögn forsætisnefndar borgarinnar um frumvarp Sigríðar er lagst gegn því. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn, Samfylking, Björt framtíð, Píratar og Vinstri græn, styðja þar með að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað um a.m.k. 53 prósent. Það vekur sérstaka athygli að vinstri flokkarnir í borgarstjórn styðji með þessum hætti að Alþingi taki ráðin af borgarstjórninni. En þar sem um er að ræða útþenslu kerfisins þarf það ekki að koma á óvart að vinstri flokkarnir líti til fjölgunar borgarfulltrúa með sérstakri velþóknun.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Á vegamótum Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. 5. september 2016 07:00
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar