Á vegamótum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar