Nokkur orð um LÍN, jöfnuð og tekjutengingu afborgana 3. september 2016 10:00 Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. Þetta hlutverk sjóðsins er mikilvægur þáttur í einni grunnstoð samfélagsins okkar, menntun. Gott samfélag gerir menntun hátt undir höfði og greiðir aðgengi fólks að því námi sem það kýs sér. LÍN á að sjá til þess að allir geti elt þessa braut á sínum hraða, á eigin forsendum og á sinn hátt, hvort sem það er bóklegt nám á Íslandi eða listnám erlendis og sama hvort viðkomandi er fatlaður, einstætt foreldri eða nýútskrifaður úr menntaskóla. Nú nefndi ég að sjálfsögðu aðeins nokkur dæmi um áhrifaþætti, en þeir eru jafn fjölbreytilegir og við erum mörg. LÍN er jöfnunarsjóður og til þess að ráðstafa fjármagni sjóðsins þarf að hafa jafnaðarsjónarmið í hávegum. Jöfnuður þýðir ekki að allir fái það sama, heldur að allir fái það sem þeir þurfa til þess að byrja á sömu ráslínu, og hafi þar með sömu tækifæri til menntunar. Einnig þarf að ráðstafa hlutunum þannig að „jafna ráslínan sé sem hagstæðust“, ef svo má til orða taka. Eykur greiðslubyrðina Til þess að LÍN geti staðið undir þessu hlutverki þarf að breyta ýmsu í boðuðu frumvarpi menntamálaráðherra. Helst ber að nefna afnám tekjutengingar. Sú stefna að endurgreiðslur lána haldist í hendur við tekjur hvers og eins hefur einmitt gert það að verkum að greiðslubyrði allra lánþega sé viðráðanleg að námi loknu. Það að endurgreiðslur verði jafnar óháð tekjum, eins og kveðið er á um í nýju frumvarpi, eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með lægri laun eftir nám. Í þeim hópi er til dæmis fólk sem stríðir við langvarandi veikindi eða fatlaðir sem geta ekki unnið fullan vinnudag, konur sem enn eru með óútskýrð lægri laun en karlar og fólk sem starfar í stéttum með lægri laun, og benda má á að kvennastéttir falla oft undir þær stéttir. Gallinn við tekjutengdar afborganir í núverandi kerfi er sá að fólk falli frá áður en það er búið að borga lánið sitt til baka og í því sé falinn óbeinn styrkur. En ég spyr: hvernig stendur á því að háskólamenntaður einstaklingur hefur ekki nægilega háar tekjur öll sín ár á vinnumarkaði til þess að endurgreiða lánið sem viðkomandi tók til að mennta sig? Það þarf að skoða, því þetta ósamræmi tekna og kostnaðar við menntun getur ekki talist eðlilegt. Þótt hvatinn bak við menntun sé ekki einungis góðar framtíðartekjur þá ætti fólk vissulega að uppskera fjárhagslegt öryggi jafnt sem að svala þekkingarþorsta, öðlast gleði og gagnrýna hugsun að námi loknu. Það er þannig sem við hámörkum verðmætin sem búa í hugviti samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. Þetta hlutverk sjóðsins er mikilvægur þáttur í einni grunnstoð samfélagsins okkar, menntun. Gott samfélag gerir menntun hátt undir höfði og greiðir aðgengi fólks að því námi sem það kýs sér. LÍN á að sjá til þess að allir geti elt þessa braut á sínum hraða, á eigin forsendum og á sinn hátt, hvort sem það er bóklegt nám á Íslandi eða listnám erlendis og sama hvort viðkomandi er fatlaður, einstætt foreldri eða nýútskrifaður úr menntaskóla. Nú nefndi ég að sjálfsögðu aðeins nokkur dæmi um áhrifaþætti, en þeir eru jafn fjölbreytilegir og við erum mörg. LÍN er jöfnunarsjóður og til þess að ráðstafa fjármagni sjóðsins þarf að hafa jafnaðarsjónarmið í hávegum. Jöfnuður þýðir ekki að allir fái það sama, heldur að allir fái það sem þeir þurfa til þess að byrja á sömu ráslínu, og hafi þar með sömu tækifæri til menntunar. Einnig þarf að ráðstafa hlutunum þannig að „jafna ráslínan sé sem hagstæðust“, ef svo má til orða taka. Eykur greiðslubyrðina Til þess að LÍN geti staðið undir þessu hlutverki þarf að breyta ýmsu í boðuðu frumvarpi menntamálaráðherra. Helst ber að nefna afnám tekjutengingar. Sú stefna að endurgreiðslur lána haldist í hendur við tekjur hvers og eins hefur einmitt gert það að verkum að greiðslubyrði allra lánþega sé viðráðanleg að námi loknu. Það að endurgreiðslur verði jafnar óháð tekjum, eins og kveðið er á um í nýju frumvarpi, eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með lægri laun eftir nám. Í þeim hópi er til dæmis fólk sem stríðir við langvarandi veikindi eða fatlaðir sem geta ekki unnið fullan vinnudag, konur sem enn eru með óútskýrð lægri laun en karlar og fólk sem starfar í stéttum með lægri laun, og benda má á að kvennastéttir falla oft undir þær stéttir. Gallinn við tekjutengdar afborganir í núverandi kerfi er sá að fólk falli frá áður en það er búið að borga lánið sitt til baka og í því sé falinn óbeinn styrkur. En ég spyr: hvernig stendur á því að háskólamenntaður einstaklingur hefur ekki nægilega háar tekjur öll sín ár á vinnumarkaði til þess að endurgreiða lánið sem viðkomandi tók til að mennta sig? Það þarf að skoða, því þetta ósamræmi tekna og kostnaðar við menntun getur ekki talist eðlilegt. Þótt hvatinn bak við menntun sé ekki einungis góðar framtíðartekjur þá ætti fólk vissulega að uppskera fjárhagslegt öryggi jafnt sem að svala þekkingarþorsta, öðlast gleði og gagnrýna hugsun að námi loknu. Það er þannig sem við hámörkum verðmætin sem búa í hugviti samfélagsins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar