Erlent

Twitter heldur upp á tíu ára afmæli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tíu ár eru síðan fyrsta tístinu var tíst.
Tíu ár eru síðan fyrsta tístinu var tíst. Vísir/Getty
Það var þann 21. mars árið 2006 sem fyrsta tístið leit dagsins ljós og heimurinn hefur aldrei verið samur síðan. Í tilefni dagsins ætlar Twitter að fagna áfanganum. Fyrsta skrefið er gagnvirkt kort sem sýnir hvernig eitt tíst getur breiðst út um allan heiminn.

Í tilkynningu frá Twitter segir að fyrirtækið ætli að fagna afmælinu með því að hvert og eitt útibú fyrirtækisins muni sýna þakklæti sitt í garð notenda Twitter án þess að nánar sé farið út í það í hverju það muni felast.

Herlegheitin munu fylgja gangi sólar og hefst afmælisveislan í Sidney í Ástralíu áður en hún færir sig skref fyrir skref til höfuðstöðvanna í San Francisco í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið hefur þó þegar opnað fyrstu afmælisgjöfina. Gagnvirkt kort sem sýnir hvernig eitt tíst getur breiðst um allan heiminn á örskotsstundu. Farið er yfir þegar hljómsveitin One Direction hætti, Þýskaland vann heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu og þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti var endurkjörinn ásamt ýmsum öðru.

 

 

Í dag eru virkir notendur Twitter um 320 milljónir. Fjölgun þeirra hefur gengið hægar en fjárfestar hafa vonast til og tekjuöflun fyrirtækisins hefur einnig ekki staðist væntingar.

Tók Jack Dorsey, stofnandi Twitter og sá sem tísti fyrsta tístinu, við stjórnartaumunum að nýju í október á síðasta ári. Fyrr á þessu ári yfirgáfu fjórir af hæst settu starfsmönnum Twitter fyrirtækið og hafa Twitter beitt miklum þrýstingi undanfarið á að samfélagsmiðillinn taki breytingum og skili hagnaði.

 

Fyrsta tístið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×