Erlent

Obama kominn til Kúbu

Atli Ísleifsson skrifar
Söguleg stund.
Söguleg stund. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti er kominn til Kúbu en hann lenti ásamt Michelle, eiginkonu sinni, og tveim dætrum þeirra, Sasha og Malia, á flugvellinum í Havana nú undir kvöld.

Utanríkisráðherra Kúbu tók á móti þeim á flugvellinum, en heimsókn forsetans stendur í tvo daga.

Obama er fyrsti forseti Bandaríkjanna í embætti sem heimsækir Kúbu í 88 ár, en Calvin Coolidge var síðasti Bandaríkaforsetinn til að sækja eyjuna heim.

Obama sagðist í Twitter-færslu hlakka til að hitta kúbönsku þjóðina og heyra hvað hún hefði að segja.

Obama mun í heimsókn sinni funda með Raul Castro Kúbuforseta og munu þeir ræða viðskipti og stjórnmálasamband ríkjanna. Hann mun þó ekki funda með forseta Raul í starfi og bróður hans, Fídel Castro.

Lögregla í Havana handtók fjölda mótmælenda skömmu fyrir komu Obama í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×