Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala ingvar haraldsson skrifar 21. júlí 2016 09:59 Bæjarráð hefur heimilað bæjarsstjóra að undirrita samkomulag við félagið. fréttablaðið/GVA Mosfellsbær hyggst úthluta lóð til félagsins MCPB ehf undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, að undirrita samkomulag við félagið. MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma að því er fram kemur í tilkynningu. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verður eingöngu lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga, austan hafs og vestan. Starfseminni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Henri Middeldorp framkvæmdarstjóri Burbanks Holding BV. Hjartasérfræðingurinn Pedro Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í haust. Morgunblaðið greinir frá því að áætlaður kostnaður við verkefnið sé 54 milljarðar íslenskra króna. Haraldur segir þetta mikilvæga ákvörðun fyrir Mosfellsbæ ef af uppbyggingar áformum verður. „Umfang verkefnisins er af þeirri stærðargráðu að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og mannlíf í Mosfellsbæ. Viðræður við þessa aðila gengu fljótt og vel fyrir sig. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að Mosfellsbær hefur áður fengið sambærilegt verkefni til umfjöllunar. Það eru nokkur ár síðan en af þeim áætlunum varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunnvinnu og meðal annars gera ráð fyrir slíkum byggingum á þessum stað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Við erum tilbúin að hefja skipulagsvinnu með þessum aðilum en það er eina aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu á þessum undirbúningstíma.“ Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ við Hafravatnsveg. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Mosfellsbær hyggst úthluta lóð til félagsins MCPB ehf undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, að undirrita samkomulag við félagið. MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma að því er fram kemur í tilkynningu. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verður eingöngu lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga, austan hafs og vestan. Starfseminni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Henri Middeldorp framkvæmdarstjóri Burbanks Holding BV. Hjartasérfræðingurinn Pedro Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í haust. Morgunblaðið greinir frá því að áætlaður kostnaður við verkefnið sé 54 milljarðar íslenskra króna. Haraldur segir þetta mikilvæga ákvörðun fyrir Mosfellsbæ ef af uppbyggingar áformum verður. „Umfang verkefnisins er af þeirri stærðargráðu að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og mannlíf í Mosfellsbæ. Viðræður við þessa aðila gengu fljótt og vel fyrir sig. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að Mosfellsbær hefur áður fengið sambærilegt verkefni til umfjöllunar. Það eru nokkur ár síðan en af þeim áætlunum varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunnvinnu og meðal annars gera ráð fyrir slíkum byggingum á þessum stað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Við erum tilbúin að hefja skipulagsvinnu með þessum aðilum en það er eina aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu á þessum undirbúningstíma.“ Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ við Hafravatnsveg.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira