Grunnþörf allra Almar Guðmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun