Tesla slær Benz, Audi og BMW við í sölu stórra lúxusbíla vestra Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:56 Tesla Model S. Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent
Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent