Mark Webber hættur þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 15:10 Mark Webber hefur ekið fyrir Porsche að undanförnu í þolakstursmótaröðinni. Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Formúlu 1 ökumaðurinn og Ástralinn Mark Webber hefur nú ákveðið að hætta keppni í þolakstri fyrir Porsche og mun aðeins taka meira þátt í síðustu keppni þolakstursmótaraðarinnar á þessu keppnistímabili. Mark Webber var áður Formúlu 1 ökumaður, ók síðast fyrir Red Bull árið 2013, en einnig þar á undan fyrir Minardi, Jaguar og Williams. Hann var alls í 13 ár í Formúlu 1 og á þeim tíma vann hann alls 9 sinnum í 215 keppnum og varð þrisvar sinnum í þriðja sæti ökumanna í heildarstigakeppninni. Mark Webber ók fyrir Porsche í Le Mans þolaksturskappakstrinum fyrr á árinu og endaði þar í öðru sæti. Webber hefur nú þegar unnið 7 kappakstra í þolakstursmótaröðinni frá árinu 2014 ásamt félögum sínum Timo Bernhard og Brendon Hartley. Eru þeir nú í fjórða sæti í þeirri mótaröð sem nú stendur yfir, en þeir félagar höfðu sigur í heildarkeppninni fyrir ári. Síðasta keppnin sem Webber mun aka í í þolakstursmótaröðinni verður því í Bahrain í næsta mánuði, en það er 6 klukkustunda keppni. Mark Webber er 40 ára gamall.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent