Um plebbaskap og fleira Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun