Enn um Pisa Inga Sigrún Atladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er margt gott við íslenska skólakerfið, það er meira að segja margt mjög gott við íslenska skólakerfið. En staðreyndin er hins vegar sú að við erum að koma illa út úr samanburðarrannsóknum miðað við önnur lönd þegar ákveðnir hlutir eru mældir. Það er staðreynd sem alger óþarfi er að leiða fram hjá sér. Það má margt betur gera í íslensku skólakerfi. Það þarf að efla metnað fyrir námi og skólakerfið og samfélagið allt þarf að endurspegla þau skilaboð að það sé gott að standa sig í námi. Skólinn þarf að hafa ríka eftirfylgni með námsárangri sem byggir á vel skilgreindum markmiðum. Skólinn þarf að beita mörgum og margvíslegum inngripum á þann hátt að í raun og veru verði „ekkert barn skilið eftir“. Kennarar þurfa að fá tíma til að undirbúa gæðakennslu. Beita fjölbreyttum og skilvirkum aðferðum sem reyna á nemendur og fá þá til að ígrunda námsefnið og gera það virkilega að sínu. Góðar kennsluáætlanir eru grundvöllur góðrar kennslu, það þarf að skilgreina markmið, velta fyrir sér bestu leiðunum og íhuga hvernig hægt er að bregðast við fjölbreytileika þeirra nemenda sem í skólastofunni finnast. Það þarf að huga að því að tími sé fyrir samskipti, skoðanaskipti, dýpra nám og að nemendur hafi tíma til að tileinka sér grundvallarþekkingaratriði. En til þess að hægt sé að skipuleggja kennslu vel og hafa öfluga eftirfylgni þurfa kennarar að hafa tíma til að sinna þeim þáttum og skólastjórnendur þurfa að hafa getu til að eiga samtal um góða kennsluhætti og getu til að fylgja því eftir að skipulagningu kennslu sé vel sinnt. Íslenska skólakerfið er á margan hátt virkilega gott og á ákveðnum þáttum á pari við það besta sem gerist í heiminum. PISA-þekking er þó ekki einn af okkar styrkleikum og það verðum við öll að leggja okkur fram um að bæta. Það verður ekki gert með fleiri stofnunum sem hringja og senda tölvupósta. Það verður ekki gert með ráðherrum og átaksverkefnum þeirra. Þessu verður ekki snúið við nema með alvöru samtali við foreldra, nemendur og starfsmenn skóla. Þar liggur lykillinn og aðeins með þeim lykli getum við opnað dyrnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er margt gott við íslenska skólakerfið, það er meira að segja margt mjög gott við íslenska skólakerfið. En staðreyndin er hins vegar sú að við erum að koma illa út úr samanburðarrannsóknum miðað við önnur lönd þegar ákveðnir hlutir eru mældir. Það er staðreynd sem alger óþarfi er að leiða fram hjá sér. Það má margt betur gera í íslensku skólakerfi. Það þarf að efla metnað fyrir námi og skólakerfið og samfélagið allt þarf að endurspegla þau skilaboð að það sé gott að standa sig í námi. Skólinn þarf að hafa ríka eftirfylgni með námsárangri sem byggir á vel skilgreindum markmiðum. Skólinn þarf að beita mörgum og margvíslegum inngripum á þann hátt að í raun og veru verði „ekkert barn skilið eftir“. Kennarar þurfa að fá tíma til að undirbúa gæðakennslu. Beita fjölbreyttum og skilvirkum aðferðum sem reyna á nemendur og fá þá til að ígrunda námsefnið og gera það virkilega að sínu. Góðar kennsluáætlanir eru grundvöllur góðrar kennslu, það þarf að skilgreina markmið, velta fyrir sér bestu leiðunum og íhuga hvernig hægt er að bregðast við fjölbreytileika þeirra nemenda sem í skólastofunni finnast. Það þarf að huga að því að tími sé fyrir samskipti, skoðanaskipti, dýpra nám og að nemendur hafi tíma til að tileinka sér grundvallarþekkingaratriði. En til þess að hægt sé að skipuleggja kennslu vel og hafa öfluga eftirfylgni þurfa kennarar að hafa tíma til að sinna þeim þáttum og skólastjórnendur þurfa að hafa getu til að eiga samtal um góða kennsluhætti og getu til að fylgja því eftir að skipulagningu kennslu sé vel sinnt. Íslenska skólakerfið er á margan hátt virkilega gott og á ákveðnum þáttum á pari við það besta sem gerist í heiminum. PISA-þekking er þó ekki einn af okkar styrkleikum og það verðum við öll að leggja okkur fram um að bæta. Það verður ekki gert með fleiri stofnunum sem hringja og senda tölvupósta. Það verður ekki gert með ráðherrum og átaksverkefnum þeirra. Þessu verður ekki snúið við nema með alvöru samtali við foreldra, nemendur og starfsmenn skóla. Þar liggur lykillinn og aðeins með þeim lykli getum við opnað dyrnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar