Enn um Pisa Inga Sigrún Atladóttir skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er margt gott við íslenska skólakerfið, það er meira að segja margt mjög gott við íslenska skólakerfið. En staðreyndin er hins vegar sú að við erum að koma illa út úr samanburðarrannsóknum miðað við önnur lönd þegar ákveðnir hlutir eru mældir. Það er staðreynd sem alger óþarfi er að leiða fram hjá sér. Það má margt betur gera í íslensku skólakerfi. Það þarf að efla metnað fyrir námi og skólakerfið og samfélagið allt þarf að endurspegla þau skilaboð að það sé gott að standa sig í námi. Skólinn þarf að hafa ríka eftirfylgni með námsárangri sem byggir á vel skilgreindum markmiðum. Skólinn þarf að beita mörgum og margvíslegum inngripum á þann hátt að í raun og veru verði „ekkert barn skilið eftir“. Kennarar þurfa að fá tíma til að undirbúa gæðakennslu. Beita fjölbreyttum og skilvirkum aðferðum sem reyna á nemendur og fá þá til að ígrunda námsefnið og gera það virkilega að sínu. Góðar kennsluáætlanir eru grundvöllur góðrar kennslu, það þarf að skilgreina markmið, velta fyrir sér bestu leiðunum og íhuga hvernig hægt er að bregðast við fjölbreytileika þeirra nemenda sem í skólastofunni finnast. Það þarf að huga að því að tími sé fyrir samskipti, skoðanaskipti, dýpra nám og að nemendur hafi tíma til að tileinka sér grundvallarþekkingaratriði. En til þess að hægt sé að skipuleggja kennslu vel og hafa öfluga eftirfylgni þurfa kennarar að hafa tíma til að sinna þeim þáttum og skólastjórnendur þurfa að hafa getu til að eiga samtal um góða kennsluhætti og getu til að fylgja því eftir að skipulagningu kennslu sé vel sinnt. Íslenska skólakerfið er á margan hátt virkilega gott og á ákveðnum þáttum á pari við það besta sem gerist í heiminum. PISA-þekking er þó ekki einn af okkar styrkleikum og það verðum við öll að leggja okkur fram um að bæta. Það verður ekki gert með fleiri stofnunum sem hringja og senda tölvupósta. Það verður ekki gert með ráðherrum og átaksverkefnum þeirra. Þessu verður ekki snúið við nema með alvöru samtali við foreldra, nemendur og starfsmenn skóla. Þar liggur lykillinn og aðeins með þeim lykli getum við opnað dyrnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt gott við íslenska skólakerfið, það er meira að segja margt mjög gott við íslenska skólakerfið. En staðreyndin er hins vegar sú að við erum að koma illa út úr samanburðarrannsóknum miðað við önnur lönd þegar ákveðnir hlutir eru mældir. Það er staðreynd sem alger óþarfi er að leiða fram hjá sér. Það má margt betur gera í íslensku skólakerfi. Það þarf að efla metnað fyrir námi og skólakerfið og samfélagið allt þarf að endurspegla þau skilaboð að það sé gott að standa sig í námi. Skólinn þarf að hafa ríka eftirfylgni með námsárangri sem byggir á vel skilgreindum markmiðum. Skólinn þarf að beita mörgum og margvíslegum inngripum á þann hátt að í raun og veru verði „ekkert barn skilið eftir“. Kennarar þurfa að fá tíma til að undirbúa gæðakennslu. Beita fjölbreyttum og skilvirkum aðferðum sem reyna á nemendur og fá þá til að ígrunda námsefnið og gera það virkilega að sínu. Góðar kennsluáætlanir eru grundvöllur góðrar kennslu, það þarf að skilgreina markmið, velta fyrir sér bestu leiðunum og íhuga hvernig hægt er að bregðast við fjölbreytileika þeirra nemenda sem í skólastofunni finnast. Það þarf að huga að því að tími sé fyrir samskipti, skoðanaskipti, dýpra nám og að nemendur hafi tíma til að tileinka sér grundvallarþekkingaratriði. En til þess að hægt sé að skipuleggja kennslu vel og hafa öfluga eftirfylgni þurfa kennarar að hafa tíma til að sinna þeim þáttum og skólastjórnendur þurfa að hafa getu til að eiga samtal um góða kennsluhætti og getu til að fylgja því eftir að skipulagningu kennslu sé vel sinnt. Íslenska skólakerfið er á margan hátt virkilega gott og á ákveðnum þáttum á pari við það besta sem gerist í heiminum. PISA-þekking er þó ekki einn af okkar styrkleikum og það verðum við öll að leggja okkur fram um að bæta. Það verður ekki gert með fleiri stofnunum sem hringja og senda tölvupósta. Það verður ekki gert með ráðherrum og átaksverkefnum þeirra. Þessu verður ekki snúið við nema með alvöru samtali við foreldra, nemendur og starfsmenn skóla. Þar liggur lykillinn og aðeins með þeim lykli getum við opnað dyrnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar