Aldraðir eiga að geta lifað með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega til viðbótar við þá litlu breytingu, sem samþykkt var á Alþingi áður en því var slitið fyrir kosningar. Þær breytingar, sem Alþingi samþykkti, byggðust á gömlum kröfum frá 2015 en þær eru löngu orðnar úreltar. Auk þess samþykkti Alþingi, að lífeyrisfólk ætti að fá hækkanir í tveimur áföngum, 2017 0g 2018. Það er allt of seint. Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá sínar kjarabætur strax. Þegar þeir hafa aðeins um 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt er ekki unnt að bíða i mörg ár eftir kjarabótum. Þessar upphæðir duga ekki fyrir framfærslukostnaði.Þurfa 400 þús. fyrir skatt – 321 þúsund eftir skatt Staðan núna er þessi: Aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hafa lífeyri frá TR, hafa aðeins 185 þúsund á mánuði eftir skatt, giftir en einhleypir hafa 207 þúsund kr. eftir skatt. Þessar upphæðir hækka í 195 þúsund kr. eftir skatt um áramót fyrir gifta og í 227 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypa. Þetta eru svo lágar upphæðir, að þær duga ekki til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Þessi upphæð er lágmark fyrir lífeyrisþega; samsvarar 400 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt.Draga þarf meira úr skerðingum Ný ríkisstjórn þarf að hækka lífeyrinn í þessa upphæð. Auk þess þarf að draga meira úr skerðingum tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Að mínu mati og Félags eldri borgara í Reykjavík á að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóða og vegna tekna af vinnu og fjármagni í tveimur til þremur áföngum. Það er óeðlilegt að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna þess að hann fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Almannatryggingarnar eiga að vera viðbót við lífeyrissjóðinn. Þetta verður að leiðrétta. Það þolir enga bið. Aðrar skerðingar á einnig að afnema. Með nýjum lögum um almannatryggingar var skerðing aukin vegna atvinnutekna; frítekjumark lækkað úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund kr. Það er afturför. Margir eldri borgarar, sem hafa verið á vinnumarkaðnum, hafa stigið fram og skýrt frá því að þeir geti ekki haldið áfram vinnu eftir þessa miklu skerðingu. Vonandi hefur ný ríkisstjórn meiri skilning á kjörum eldri borgara en fráfarandi ríkisstjórn. Það er kominn tími til þess að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það á að hætta smáskammtalækningum og bæta kjörin það myndarlega, að aldraðir og öryrkjar geti lifað með reisn. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun