Um hælisleitendur, börn og framtíðina Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 6. júní 2016 13:36 Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun