Um hælisleitendur, börn og framtíðina Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 6. júní 2016 13:36 Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun