Hríðfallandi áhorf á Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:59 Chris Evans heldur á kokteil í bílferð en víst má telja að kokteilar hafi ekki verið hafðir við hönd er áhorfstölur voru kynntar. Annar þátturinn í nýjustu Top Gear bílaþáttaröðinni var sýndur um helgina og fékk hann lítið áhorf í Bretlandi. Fyrsti þátturinn með nýjum stjórnendum féll áhorfendum ekki heldur vel og var talsvert minna áhorf á hann en að meðaltali þegar Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond stjórnuðu þættinum. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna en á annan þáttinn nú um helgina horfðu einungis 2,8 milljónir manna. Er það aðeins á við helmingsáhorf á þættina með fyrri stjórnendum þeirra. Hlýtur þetta að valda BBC, framleiðendum þáttanna miklu hugarangri og í raun var varla hægt að fara í skó gamla þríeykisins og ná sömu hæðum í áhorfi. Það reyndi þó Chris Evans, aðalþáttastjórnandinn nú, en með þessum líka dræma árangri. Gárungarnir hafa gert grín að áhorfi Top Gear þáttanna nýju og sagt frá því að þátturinn “Antiques Roadshow” hafi náð til 4,7 milljóna áhorfenda, eða nærri 70% meira áhorfi en á Top Gear. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent
Annar þátturinn í nýjustu Top Gear bílaþáttaröðinni var sýndur um helgina og fékk hann lítið áhorf í Bretlandi. Fyrsti þátturinn með nýjum stjórnendum féll áhorfendum ekki heldur vel og var talsvert minna áhorf á hann en að meðaltali þegar Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond stjórnuðu þættinum. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna en á annan þáttinn nú um helgina horfðu einungis 2,8 milljónir manna. Er það aðeins á við helmingsáhorf á þættina með fyrri stjórnendum þeirra. Hlýtur þetta að valda BBC, framleiðendum þáttanna miklu hugarangri og í raun var varla hægt að fara í skó gamla þríeykisins og ná sömu hæðum í áhorfi. Það reyndi þó Chris Evans, aðalþáttastjórnandinn nú, en með þessum líka dræma árangri. Gárungarnir hafa gert grín að áhorfi Top Gear þáttanna nýju og sagt frá því að þátturinn “Antiques Roadshow” hafi náð til 4,7 milljóna áhorfenda, eða nærri 70% meira áhorfi en á Top Gear.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent