Pabbi keypti DeLorean Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 09:04 Stundum gleður það börnin ekki minna en þá fullorðnu þegar keyptur er nýr bíll. Það er þó vart hægt að tala um nýjan bíl í þessu tilviki en faðir þessarar ungu stúlku festi kaup í DeLorean bíl og sýnir hér dóttur sinni bílinn. DeLorean bílar voru framleiddir á árunum 1981 og 1982 og aðeins voru framleiddir um 9.000 bílar. Þessir bílar urðu frægir þegar þeir voru notaður í Back to the Future myndunum sem komu út árin 1985, 1989 og 1990. Í myndskeiðinu hér að ofan sést óbeisluð gleði dótturinnar þegar hún fær að sjá bílinn en veit ekki í fyrstu að pabbi hennar hefur keypt bílinn. Þegar hún áttar sig á því brýst gleði hennar fram á skondinn hátt. Vonandi mun þessi DeLorean bíll veita fjölskyldunni áfram sömu gleði í framtíðinni, en þarna fer vissulega sögufrægur bíll á marga vegu. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent
Stundum gleður það börnin ekki minna en þá fullorðnu þegar keyptur er nýr bíll. Það er þó vart hægt að tala um nýjan bíl í þessu tilviki en faðir þessarar ungu stúlku festi kaup í DeLorean bíl og sýnir hér dóttur sinni bílinn. DeLorean bílar voru framleiddir á árunum 1981 og 1982 og aðeins voru framleiddir um 9.000 bílar. Þessir bílar urðu frægir þegar þeir voru notaður í Back to the Future myndunum sem komu út árin 1985, 1989 og 1990. Í myndskeiðinu hér að ofan sést óbeisluð gleði dótturinnar þegar hún fær að sjá bílinn en veit ekki í fyrstu að pabbi hennar hefur keypt bílinn. Þegar hún áttar sig á því brýst gleði hennar fram á skondinn hátt. Vonandi mun þessi DeLorean bíll veita fjölskyldunni áfram sömu gleði í framtíðinni, en þarna fer vissulega sögufrægur bíll á marga vegu. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent