Fimm kylfingar deila efsta sætinu eftir fyrsta hring á Sony Open sem fram fer á Hawaii en aðstæður í gær til að skora vel voru með besta móti.
Þeir Ricky Barnes, Morgan Hoffmann, Kevin Kisner, Brandt Snedeker og Vijay Singh léku Waialae völlinn á 63 höggum eða sjö undir pari en margir sterkir kylfingar eru á eftir þeim á fimm og sex undir.
Frammistaða hins 52 ára Singh vakti mesta athygli en hann gæti orðið elsti sigurvegari í sögu PGA-mótaraðarinnar ef hann sigrar um helgina sem er met sem goðsögnin Sam Snead hefur átt síðan 1965.
Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, byrjaði titilvörnina sína rólega en hann lék á 69 höggum, einu undir pari, og er jafn í 68. sæti.
Sony Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má sjá hér.
Fimm í forystu eftir fyrsta hring á Sony Open

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



