Finnst ofbeldi gegn öldruðum í íslensku samfélagi? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Hvað er ofbeldi? Um það er mikið rætt og ritað á Íslandi. Lítið hefur þó farið fyrir því að það sé í umræðunni gagnvart öldruðum. Við tölum um einelti í skólum, einelti á vinnustöðum, kynferðislegt ofbeldi, fordóma gagnvart útlendingum og/eða samkynhneigðum. Allt er þetta ofbeldi í einhverri mynd. En eru líka fordómar og ofbeldi í gangi gagnvart öldruðum? Ég held að fullyrða megi að bæði fordómar og ofbeldi viðgangist gagnvart öldruðum hér á landi. Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara ásamt fleiri aðilum stóðu fyrir ráðstefnu um ofbeldi gagnvart öldruðum á Grand hóteli 27. nóv. sl. Þar voru flutt afar áhugaverð erindi og varpað ljósi á ofbeldi í ýmsum myndum gagnvart öldruðum. Sjónarhorn lögreglu kom fram um heimilisofbeldi og hvernig það lýsir sér gegn öldruðum. Dæmi voru tekin um fjárhagslegt ofbeldi. Mjög áhugavert var ekki síst erindi Kristjönu Sigmundsdóttur, sem lýsti markmiðum laganna um réttindagæslu fatlaðs fólks sem eru frá árinu 2011 og spurði: Er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Í dag eru átta réttindagæslumenn fatlaðs fólks á landinu og það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir þá. Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk segir m.a.: „Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings.“ Þetta á jafnt við um aðstandendur, þjónustuaðila, og alla sem verða varir við slíkt. Ennfremur segir: „Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann -?-?- hann aðstoðar hinn fatlaða einstakling við að leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni.“Réttindagæsla fyrir aldraða Mér sýnist liggja ljóst fyrir að koma þarf á réttindagæslu fyrir aldraða. Allt of mörg dæmi höfum við um það að á þeim sé brotið, ekki síst ef þeir eru orðnir veikir og/eða vanmáttugir til að gæta réttar síns sjálfir. Nú liggur fyrir Alþingi í 8. sinn tillaga um að koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Slík mál hafa alltaf lognast út af í þinginu alveg frá árinu 1995 að það kom fyrst fram í þingsályktunartillögu. Vonandi gerist það ekki einu sinni enn. Landssamband eldri borgara hefur árum saman ályktað um þörf fyrir umboðsmann aldraðra, og á síðasta landsfundi LEB var einnig ítrekað að réttindagæslumenn þyrfti fyrir aldraða líkt og fyrir fatlað fólk. Öll þjóðin veit að fjölgun í hópi aldraðra er staðreynd og þar með fjölgar þeim sem þurfa aðstoð samfélagsins. Margir aðstandendur aldraðra eru þeirra hjálparhellur, en hitt er líka til að aðstandendur geri ekki neitt til hjálpar, eða hafi ekki aðstöðu til þess sökum fjarlægðar eða annarra orsaka. 28. janúar sl. var ég ásamt fleirum á fjölmennum vinnufundi í Iðnó á vegum 3ja ráðuneyta til að koma með tillögur um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi, t.d. forgangsraða aðgerðum. Verði farið í verulegt átak til að sporna gegn ofbeldi þá þarf einnig að viðurkenna að ofbeldi gegn öldruðum er staðreynd. Það er því löngu tímabært að koma á fót tiltækum úrræðum eins og umboðsmanni aldraðra og réttindagæslumönnum fyrir aldraða. Aldrað fólk á skilið fulla virðingu samfélagsins og stuðning okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Hvað er ofbeldi? Um það er mikið rætt og ritað á Íslandi. Lítið hefur þó farið fyrir því að það sé í umræðunni gagnvart öldruðum. Við tölum um einelti í skólum, einelti á vinnustöðum, kynferðislegt ofbeldi, fordóma gagnvart útlendingum og/eða samkynhneigðum. Allt er þetta ofbeldi í einhverri mynd. En eru líka fordómar og ofbeldi í gangi gagnvart öldruðum? Ég held að fullyrða megi að bæði fordómar og ofbeldi viðgangist gagnvart öldruðum hér á landi. Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara ásamt fleiri aðilum stóðu fyrir ráðstefnu um ofbeldi gagnvart öldruðum á Grand hóteli 27. nóv. sl. Þar voru flutt afar áhugaverð erindi og varpað ljósi á ofbeldi í ýmsum myndum gagnvart öldruðum. Sjónarhorn lögreglu kom fram um heimilisofbeldi og hvernig það lýsir sér gegn öldruðum. Dæmi voru tekin um fjárhagslegt ofbeldi. Mjög áhugavert var ekki síst erindi Kristjönu Sigmundsdóttur, sem lýsti markmiðum laganna um réttindagæslu fatlaðs fólks sem eru frá árinu 2011 og spurði: Er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Í dag eru átta réttindagæslumenn fatlaðs fólks á landinu og það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir þá. Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk segir m.a.: „Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings.“ Þetta á jafnt við um aðstandendur, þjónustuaðila, og alla sem verða varir við slíkt. Ennfremur segir: „Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann -?-?- hann aðstoðar hinn fatlaða einstakling við að leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni.“Réttindagæsla fyrir aldraða Mér sýnist liggja ljóst fyrir að koma þarf á réttindagæslu fyrir aldraða. Allt of mörg dæmi höfum við um það að á þeim sé brotið, ekki síst ef þeir eru orðnir veikir og/eða vanmáttugir til að gæta réttar síns sjálfir. Nú liggur fyrir Alþingi í 8. sinn tillaga um að koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Slík mál hafa alltaf lognast út af í þinginu alveg frá árinu 1995 að það kom fyrst fram í þingsályktunartillögu. Vonandi gerist það ekki einu sinni enn. Landssamband eldri borgara hefur árum saman ályktað um þörf fyrir umboðsmann aldraðra, og á síðasta landsfundi LEB var einnig ítrekað að réttindagæslumenn þyrfti fyrir aldraða líkt og fyrir fatlað fólk. Öll þjóðin veit að fjölgun í hópi aldraðra er staðreynd og þar með fjölgar þeim sem þurfa aðstoð samfélagsins. Margir aðstandendur aldraðra eru þeirra hjálparhellur, en hitt er líka til að aðstandendur geri ekki neitt til hjálpar, eða hafi ekki aðstöðu til þess sökum fjarlægðar eða annarra orsaka. 28. janúar sl. var ég ásamt fleirum á fjölmennum vinnufundi í Iðnó á vegum 3ja ráðuneyta til að koma með tillögur um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi, t.d. forgangsraða aðgerðum. Verði farið í verulegt átak til að sporna gegn ofbeldi þá þarf einnig að viðurkenna að ofbeldi gegn öldruðum er staðreynd. Það er því löngu tímabært að koma á fót tiltækum úrræðum eins og umboðsmanni aldraðra og réttindagæslumönnum fyrir aldraða. Aldrað fólk á skilið fulla virðingu samfélagsins og stuðning okkar allra.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar