Finnst ofbeldi gegn öldruðum í íslensku samfélagi? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Hvað er ofbeldi? Um það er mikið rætt og ritað á Íslandi. Lítið hefur þó farið fyrir því að það sé í umræðunni gagnvart öldruðum. Við tölum um einelti í skólum, einelti á vinnustöðum, kynferðislegt ofbeldi, fordóma gagnvart útlendingum og/eða samkynhneigðum. Allt er þetta ofbeldi í einhverri mynd. En eru líka fordómar og ofbeldi í gangi gagnvart öldruðum? Ég held að fullyrða megi að bæði fordómar og ofbeldi viðgangist gagnvart öldruðum hér á landi. Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara ásamt fleiri aðilum stóðu fyrir ráðstefnu um ofbeldi gagnvart öldruðum á Grand hóteli 27. nóv. sl. Þar voru flutt afar áhugaverð erindi og varpað ljósi á ofbeldi í ýmsum myndum gagnvart öldruðum. Sjónarhorn lögreglu kom fram um heimilisofbeldi og hvernig það lýsir sér gegn öldruðum. Dæmi voru tekin um fjárhagslegt ofbeldi. Mjög áhugavert var ekki síst erindi Kristjönu Sigmundsdóttur, sem lýsti markmiðum laganna um réttindagæslu fatlaðs fólks sem eru frá árinu 2011 og spurði: Er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Í dag eru átta réttindagæslumenn fatlaðs fólks á landinu og það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir þá. Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk segir m.a.: „Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings.“ Þetta á jafnt við um aðstandendur, þjónustuaðila, og alla sem verða varir við slíkt. Ennfremur segir: „Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann -?-?- hann aðstoðar hinn fatlaða einstakling við að leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni.“Réttindagæsla fyrir aldraða Mér sýnist liggja ljóst fyrir að koma þarf á réttindagæslu fyrir aldraða. Allt of mörg dæmi höfum við um það að á þeim sé brotið, ekki síst ef þeir eru orðnir veikir og/eða vanmáttugir til að gæta réttar síns sjálfir. Nú liggur fyrir Alþingi í 8. sinn tillaga um að koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Slík mál hafa alltaf lognast út af í þinginu alveg frá árinu 1995 að það kom fyrst fram í þingsályktunartillögu. Vonandi gerist það ekki einu sinni enn. Landssamband eldri borgara hefur árum saman ályktað um þörf fyrir umboðsmann aldraðra, og á síðasta landsfundi LEB var einnig ítrekað að réttindagæslumenn þyrfti fyrir aldraða líkt og fyrir fatlað fólk. Öll þjóðin veit að fjölgun í hópi aldraðra er staðreynd og þar með fjölgar þeim sem þurfa aðstoð samfélagsins. Margir aðstandendur aldraðra eru þeirra hjálparhellur, en hitt er líka til að aðstandendur geri ekki neitt til hjálpar, eða hafi ekki aðstöðu til þess sökum fjarlægðar eða annarra orsaka. 28. janúar sl. var ég ásamt fleirum á fjölmennum vinnufundi í Iðnó á vegum 3ja ráðuneyta til að koma með tillögur um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi, t.d. forgangsraða aðgerðum. Verði farið í verulegt átak til að sporna gegn ofbeldi þá þarf einnig að viðurkenna að ofbeldi gegn öldruðum er staðreynd. Það er því löngu tímabært að koma á fót tiltækum úrræðum eins og umboðsmanni aldraðra og réttindagæslumönnum fyrir aldraða. Aldrað fólk á skilið fulla virðingu samfélagsins og stuðning okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Hvað er ofbeldi? Um það er mikið rætt og ritað á Íslandi. Lítið hefur þó farið fyrir því að það sé í umræðunni gagnvart öldruðum. Við tölum um einelti í skólum, einelti á vinnustöðum, kynferðislegt ofbeldi, fordóma gagnvart útlendingum og/eða samkynhneigðum. Allt er þetta ofbeldi í einhverri mynd. En eru líka fordómar og ofbeldi í gangi gagnvart öldruðum? Ég held að fullyrða megi að bæði fordómar og ofbeldi viðgangist gagnvart öldruðum hér á landi. Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara ásamt fleiri aðilum stóðu fyrir ráðstefnu um ofbeldi gagnvart öldruðum á Grand hóteli 27. nóv. sl. Þar voru flutt afar áhugaverð erindi og varpað ljósi á ofbeldi í ýmsum myndum gagnvart öldruðum. Sjónarhorn lögreglu kom fram um heimilisofbeldi og hvernig það lýsir sér gegn öldruðum. Dæmi voru tekin um fjárhagslegt ofbeldi. Mjög áhugavert var ekki síst erindi Kristjönu Sigmundsdóttur, sem lýsti markmiðum laganna um réttindagæslu fatlaðs fólks sem eru frá árinu 2011 og spurði: Er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra? Í dag eru átta réttindagæslumenn fatlaðs fólks á landinu og það hefur sýnt sig að mikil þörf er fyrir þá. Í lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk segir m.a.: „Öllum er skylt að tilkynna til réttindagæslumanns ef þeir hafa ástæðu til að ætla að brotið sé á rétti fatlaðs einstaklings.“ Þetta á jafnt við um aðstandendur, þjónustuaðila, og alla sem verða varir við slíkt. Ennfremur segir: „Réttindagæslumaður skal veita hinum fatlaða einstaklingi nauðsynlegan stuðning og kanna málið að höfðu samráði við hann -?-?- hann aðstoðar hinn fatlaða einstakling við að leita réttar síns miðað við atvik máls hverju sinni.“Réttindagæsla fyrir aldraða Mér sýnist liggja ljóst fyrir að koma þarf á réttindagæslu fyrir aldraða. Allt of mörg dæmi höfum við um það að á þeim sé brotið, ekki síst ef þeir eru orðnir veikir og/eða vanmáttugir til að gæta réttar síns sjálfir. Nú liggur fyrir Alþingi í 8. sinn tillaga um að koma á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Slík mál hafa alltaf lognast út af í þinginu alveg frá árinu 1995 að það kom fyrst fram í þingsályktunartillögu. Vonandi gerist það ekki einu sinni enn. Landssamband eldri borgara hefur árum saman ályktað um þörf fyrir umboðsmann aldraðra, og á síðasta landsfundi LEB var einnig ítrekað að réttindagæslumenn þyrfti fyrir aldraða líkt og fyrir fatlað fólk. Öll þjóðin veit að fjölgun í hópi aldraðra er staðreynd og þar með fjölgar þeim sem þurfa aðstoð samfélagsins. Margir aðstandendur aldraðra eru þeirra hjálparhellur, en hitt er líka til að aðstandendur geri ekki neitt til hjálpar, eða hafi ekki aðstöðu til þess sökum fjarlægðar eða annarra orsaka. 28. janúar sl. var ég ásamt fleirum á fjölmennum vinnufundi í Iðnó á vegum 3ja ráðuneyta til að koma með tillögur um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi, t.d. forgangsraða aðgerðum. Verði farið í verulegt átak til að sporna gegn ofbeldi þá þarf einnig að viðurkenna að ofbeldi gegn öldruðum er staðreynd. Það er því löngu tímabært að koma á fót tiltækum úrræðum eins og umboðsmanni aldraðra og réttindagæslumönnum fyrir aldraða. Aldrað fólk á skilið fulla virðingu samfélagsins og stuðning okkar allra.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun