Ártalið bjargar þér ekki Pawel Bartoszek skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar