Kerfisbreyting Heilsugæslunnar Ingveldur Ingvarsdóttir og Oddur Steinarsson og Óskar Reykdalsson skrifa 25. nóvember 2016 07:00 Undanfarin tvö ár hafa velferðarráðuneytið, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreytingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfsumhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjármunir eru ætlaðir í að sinna börnum, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulagsbreytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslustöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www.sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkomandi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skráningu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgreiningum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breytingar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og samhliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í samræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðisþjónustu sem henni er ætlað að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa velferðarráðuneytið, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis unnið að kerfisbreytingum á heilsugæslunni. Fyrirmynd þessara breytinga er sænsk og í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) boðar. Markmið breytinganna er að auka aðgengi að heilsugæslunni, bæta gæði og skapa fjölbreyttara starfsumhverfi innan heilsugæslunnar sem er ætlað að skili sér síðan í betri mönnun. Greiðslukerfið er sett þannig upp að allir sitja við sama borð og dreifing fjármuna er gegnsæ. Áður hafa verið fjögur ólík greiðslukerfi fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslurnar eru samsettar úr nokkrum þáttum, en mestir fjármunir eru ætlaðir í að sinna börnum, öldruðum og fjölveikum. Sett eru fram fjölmörg gæðamarkmið sem heilsugæslustöðvum er ætlað að ná og greitt er fyrir. Til að auka aðgengi almennings að heilsugæslu er ráðgert að tvær til þrjár nýjar heilsugæslustöðvar verði opnaðar á næsta ári. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er jafnframt að ljúka töluverðum skipulagsbreytingum til þess að mæta þessum nýju áskorunum. Hver heilsugæslustöð mun áfram sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingum verður heimilt að færa sig á aðrar stöðvar eða halda áfram hjá sama lækni á sömu stöð þó þeir flytji í annað hverfi. Hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) verður miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar einstaklinga á heilsugæslustöðvar. Hver og einn getur breytt skráningu sinni á heilsugæslustöð rafrænt í gegnum Réttindagátt á heimasíðu SÍ www.sjukra.is. Einnig er hægt að breyta skráningu með því að fara á viðkomandi stöð. Fjármagni til stöðvanna er síðan dreift í samræmi við skráningu. Þannig flyst fjármögnunin með skjólstæðingnum, sem byggir meðal annars á aldri, kyni, sjúkdómsgreiningum og gæðaþáttum. Þetta er gert til þess að skapa hvata fyrir bætt aðgengi og betri þjónustu. Þegar eru farnar að sjást breytingar varðandi bætt aðgengi á seinni hluta þessa árs miðað við fyrra ár, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessara kerfisbreytinga. Auknir fjármunir hafa verið settir í heilsugæsluna og er því fé vel varið miðað við þann árangur sem er að byrja að sjást. Það er okkar von að heilsugæslan styrkist áfram og samhliða því verði áfram settir auknir fjármunir í hana enda er það í samræmi við það sem alþjóðastofnanir mæla með. Heilsugæslan getur því farið að standa undir nafni sem fyrsti viðkomustaðurinn í kerfinu og verið sá hornsteinn í heilbrigðisþjónustu sem henni er ætlað að vera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar