Vítahringur veikinda og vannæringar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýlegar rannsóknarniðurstöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannæring bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunarheimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdartap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis.Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bilinu 30-60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Landspítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru vannærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannæringin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsuvanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauðmeti og mjólkurmat sem ekki uppfyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þannig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i vítahring veikinda og vannæringar.Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðanlegu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjónustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til próteindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöruverslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2-3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auðvelt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafnvel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur.Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þennan vítahring veikinda og vannæringar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D-vítamín. Meiri fjölbreytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknarniðurstöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannæring bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunarheimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdartap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis.Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bilinu 30-60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Landspítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru vannærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannæringin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsuvanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauðmeti og mjólkurmat sem ekki uppfyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þannig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i vítahring veikinda og vannæringar.Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðanlegu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjónustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til próteindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöruverslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2-3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auðvelt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafnvel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur.Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þennan vítahring veikinda og vannæringar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D-vítamín. Meiri fjölbreytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar