Vítahringur veikinda og vannæringar Ingibjörg Hjaltadóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýlegar rannsóknarniðurstöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannæring bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunarheimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdartap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis.Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bilinu 30-60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Landspítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru vannærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannæringin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsuvanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauðmeti og mjólkurmat sem ekki uppfyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þannig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i vítahring veikinda og vannæringar.Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðanlegu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjónustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til próteindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöruverslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2-3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auðvelt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafnvel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur.Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þennan vítahring veikinda og vannæringar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D-vítamín. Meiri fjölbreytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknarniðurstöður sýna að 66% aldraðra sem dvelja á Landspítala eru annaðhvort vannærðir eða í hættu á vannæringu. Því miður kemur þetta ekki á óvart þar sem sá hópur sem dvelur á Landspítala á jafnan við alvarleg veikindi að stríða. Þessi hópur aldraðra er oft með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og hefur lengi átt við vaxandi slappleika og orkuleysi að stríða. Þegar vannæring bætist við eykst hætta á ýmsum sjúkdómum og dauðsfalli. Sá hópur sem dvelur á hjúkrunarheimilum er einnig í mikilli hættu á vannæringu en góðu heilli hafa íslensk hjúkrunarheimili staðið sig vel í að koma í veg fyrir þyngdartap íbúanna en um 5% þeirra eru að tapa þyngd sem er langt innan við þau gæðamarkmið sem sett eru fyrir íslensk hjúkrunarheimili og er betri árangur en þekkist víða erlendis.Vannæring vegna lystarleysis Erlendar rannsóknir sýna að á bilinu 30-60% aldraðra sem leggjast á spítala eru vannærðir eða í hættu á vannæringu og rannsókn á Landspítala frá árinu 2005 sýndi að 58,3% aldraðra sjúklinga voru vannærðir. Flestir þessara einstaklinga komu inn á Landspítala vannærðir eða í hættu á vannæringu. Vannæringin stafar ekki af því að fólk eigi ekki mat eða að matur sé ekki í boði heldur er ástæðan fyrst og fremst lystarleysi, orkuleysi og lítill áhugi á mat sem hindrar fólk í því að hafa til mat og borða. Þessi hópur aldraðra býr við alvarlegan heilsuvanda en þó ber að hafa í huga að rannsóknir sýna að flestir þeir sem eru komnir á efri ár búa við ágæta færni og heilsu. Aldraðir sem eru fjölveikir og búa einir eða jafnvel með heilsuveilum maka hafa oft ekki orku til að elda og nærast þá á því sem er auðvelt að hafa til. Oft er um að ræða brauðmeti og mjólkurmat sem ekki uppfyllir þörf fyrir hitaeiningar eða orku og inniheldur lítið af próteini. Þannig mataræði leiðir síðan til þess að vöðvar fara að rýrna, fólki er kalt, það er orkulaust og slappt sem síðar leiðir til enn meira lystarleysis. Þá er einstaklingurinn kominn inn i vítahring veikinda og vannæringar.Prótein- og orkurík fæða En hvað er hægt að gera? Jú, byrjum á einhverju einföldu og viðráðanlegu. Hægt er að fá heimsendan mat auk þess sem fjölbreyttur matur fæst í verslunum sem aðeins þarf að hita. Þá er einnig til fjölbreytt úrval af drykkjum sem innihalda prótein. Ráðleggingar mínar til þeirra sem eru vannærðir, dvelja heima og geta ekki fylgt almennum ráðleggingum um hollt mataræði er að reyna að borða kjöt eða fisk daglega, gjarnan tilbúinn mat sem hægt er að hita eða að fara í hádegismat í nálæga þjónustumiðstöð, ef heilsan leyfir. Þessu til viðbótar er gott að eiga til próteindrykki sem henta bragðlaukum hvers og eins. Úrval tilbúinna próteindrykkja er orðið mikið í venjulegum matvöruverslunum og má þar nefna Hámark, Hleðslu og skyrdrykki með viðbættu próteini, auk fjölbreytts úrvals drykkja sem fást í lyfjaverslunum. Gott er að bæta svona drykk við það sem borðað er á matmálstímum eða 2-3 sinnum á dag, á morgnana með morgunmatnum og síðan um miðjan daginn eða á kvöldin. Auk þessa er gott að eiga eitthvað sem gefur hitaeiningar og orku sem auðvelt er að borða t.d. á kvöldin þegar horft er á sjónvarp. Það getur jafnvel verið niðurskorin lifrarpylsa eða súkkulaði. Einfalt og fljótlegt, það er það sem þarf ef maður er slappur og veikur.Við berum öll ábyrgð Ekkert stöðvar framgang tímans og við vitum að elli kerling vitjar okkar allra. Hins vegar er vitað að lykillinn að því að tefja eða fyrirbyggja þennan vítahring veikinda og vannæringar er að hreyfa sig, borða fjölbreyttan mat og taka D-vítamín. Meiri fjölbreytni í heimsendum mat og meiri aðstoð við að matbúa og borða er mikilvæg fyrir þá sem eru farnir að heilsu. Afleiðingarnar af vannæringu aldraðra eru að öll veikindi verða alvarlegri, sár gróa illa, endurhæfing er tilgangslítil og líkur á því að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili aukast verulega. Ábyrgðin á að bregðast við þessum vanda liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðisyfirvöldum heldur einnig hjá hverjum og einum enda afleiðingarnar alvarlegar bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar