Guðmundur Árni: Fór beint að vinna í fjölskyldufyrirtækinu þegar ég kom heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2016 17:36 Guðmundur Árni í leik með Haukum. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira