Borgward krækir í yfirmenn Benz og Kia Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 09:23 Borgward BX7 jeppinn. Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamarkaðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belginn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borgward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einnig stokkið á vagninn til Borgward frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inná evrópskan bílamarkað. Síðastliðinn apríl kynnti Borgward BX7 jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintökum í Kína að sögn Borgward og að 10.000 pantanir í bílinn bíði afgreiðslu. Borgward hefur hinsvegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bílum með tengiltvinnaflrás eða með hreinræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5 jeppling seinna á þessu ári. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent
Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamarkaðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belginn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borgward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einnig stokkið á vagninn til Borgward frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inná evrópskan bílamarkað. Síðastliðinn apríl kynnti Borgward BX7 jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintökum í Kína að sögn Borgward og að 10.000 pantanir í bílinn bíði afgreiðslu. Borgward hefur hinsvegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bílum með tengiltvinnaflrás eða með hreinræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5 jeppling seinna á þessu ári.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent