Nýr Ford Bronco verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 15:48 Gæti nýr Bronco litið einhvernveginn svona út? Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent
Ford hefur tilkynnt að smíði fjögurra nýrra jeppa og jepplinga í verksmiðju sinni í Michigan, þar á meðal nýrrar gerðar hins góðkunna Ford Bronco. Voru þeir jeppar fluttir inn til Íslands í skipsförmum á tímabili og enn sjást slíkir bílar á götunum. Í þessari verksmiðju í Michigan eru nú smíðaðir Ford Focus og Ford C-Max en því veður hætt um áramótin og framleiðsla þeirra flutt í verksmiðjur í Mexíkó. Ford hefur fullvissað verkalýðsfélag starfsfólks í bílaverksmiðjum að engin störf muni tapast við það að flytja framleiðslu smærri fólksbíla sinna suður yfir landamærin vegna þess að margar nýjar gerðir bíla koma í þeirra stað og það helst jeppar og jepplingar sem seljast eins og heitar lummur vestanhafs þessi misserin. Ford hefur aðeins látið uppi að Bronco og Ranger verði smíðaðri í Michigan en bílarnir verða fleiri og mikil uppbygging og fjárfesting mun fara fram í verksmiðjunni áður. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit nýs Bronco jeppa, heldur svokallaða "rendering"-mynd, eða einskonar tillögu af nýrri gerð hans.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent