Stormsveitarmaður mætti til vinnu á Árbæjarsafni Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. ágúst 2016 11:32 TK-22304 sinnir störfum sínum á Árbæjarsafni. Susanne er með honum á einni myndinni. Vísir/Susanne Arthur Eitthvað hefur Svarthöfði verið gjafmildur á vinnuaflið sitt því Árbæjarsafni barst óvenjulegur liðsauki í hefðbundin störf á dögunum. Gestir urðu stóreygir þegar mátti sjá Stormsveitarmann í fullum skrúða raka hey, bera vatn og þurrka harðfisk svo fátt eytt sé nefnt. Við nánari athugun kemur í ljós að Stormsveitarmaðurinn í Árbæjarsafni kom ekki beint úr Dauðastjörnunni heldur úr 501 herflokki Stormsveitarmanna sem er víst staðsettur hér á landi. Númer Stormsveitarmannsins er TK-22304 en hann er ekki klón heldur hreinræktaður Íslendingur að nafni Tómas Árnason.Hér sést Susanne Arthur og TK-22304 þurrka fisk á safninu.Vísir/Susanne ArthurHluti af alþjóðlegri fjársjóðsleitÁstæðan fyrir tímabundinni ráðningu hans í Árbæjarsafnið var fyrir verkefni sem Susanne Arthur var að leysa fyrir alþjóðlega árlega fjársjóðsleit sem heitir Gishwhes (stem stendur fyrir Greatest International Scavanger Hunt the World Has Ever Seen). Keppnin er hýst af bandaríska leikaranum Misha Collins sem leikur í sjónvarpsþáttunum Supernatural. Eitt af verkefnum fjársjóðsleitarinnar í ár var að taka myndir af Stormsveitarmanni að störfum við hefðbundin gamaldags verk. Susanne datt strax Árbæjarsafn í hug. „Hann var látinn heyja, vinna í eldsmiðju, sóttum vatn í pumpur og bárum það í tunnum,“ segir Susanne. „Starfsmenn Árbæjarsafns leiddu okkur á milli staða og sýndu okkur hvaða verk hann gæti unnið.“TK-22304 þótti standa sig afbragðsvel og aðrir starfsmenn nutu þess að dáðst að vinnubrögðunum.Vísir/Susanne ArthurVerðlaunin er ferð til ÍslandsLið Susanne heitir Team Messed Up Humans og er alþjóðlegt. Þau skiptu á milli sín verkefnum í grúbbu á Facebook. Gróðinn úr fjársjóðsleitinni er notaður í góðgerðaverk. Til dæmis fer hluti af peningunum í ár í að styrkja fjölskyldur í Sýrlandi. Félagið sem safnar peningunum heitir Random Acts er einnig tengt leikaranum Mischa Collins. „Önnur verkefni eru alvarlegri, eins og að fara inn á elliheimili og lesa fyrir fólk í klukkutíma. Þetta er bæði skemmtun og leið til þess að gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Það er skemmtileg staðreynd að sigurlaunin verða ferð til Íslands ásamt leikaranum Misha Collins. Susanne var mastersnemi í Miðaldafræði við Háskóla Íslands 2005 - 2006 en nú nýdoktor við Hugvísindasvið skólans. Hún vinnur hjá Árnastofnun og ætlar að búa hér næstu þrjú árin. Það þarf því líklega ekki að kaupa miða fyrir hana ef lið hennar vinnur. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en í haust. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Eitthvað hefur Svarthöfði verið gjafmildur á vinnuaflið sitt því Árbæjarsafni barst óvenjulegur liðsauki í hefðbundin störf á dögunum. Gestir urðu stóreygir þegar mátti sjá Stormsveitarmann í fullum skrúða raka hey, bera vatn og þurrka harðfisk svo fátt eytt sé nefnt. Við nánari athugun kemur í ljós að Stormsveitarmaðurinn í Árbæjarsafni kom ekki beint úr Dauðastjörnunni heldur úr 501 herflokki Stormsveitarmanna sem er víst staðsettur hér á landi. Númer Stormsveitarmannsins er TK-22304 en hann er ekki klón heldur hreinræktaður Íslendingur að nafni Tómas Árnason.Hér sést Susanne Arthur og TK-22304 þurrka fisk á safninu.Vísir/Susanne ArthurHluti af alþjóðlegri fjársjóðsleitÁstæðan fyrir tímabundinni ráðningu hans í Árbæjarsafnið var fyrir verkefni sem Susanne Arthur var að leysa fyrir alþjóðlega árlega fjársjóðsleit sem heitir Gishwhes (stem stendur fyrir Greatest International Scavanger Hunt the World Has Ever Seen). Keppnin er hýst af bandaríska leikaranum Misha Collins sem leikur í sjónvarpsþáttunum Supernatural. Eitt af verkefnum fjársjóðsleitarinnar í ár var að taka myndir af Stormsveitarmanni að störfum við hefðbundin gamaldags verk. Susanne datt strax Árbæjarsafn í hug. „Hann var látinn heyja, vinna í eldsmiðju, sóttum vatn í pumpur og bárum það í tunnum,“ segir Susanne. „Starfsmenn Árbæjarsafns leiddu okkur á milli staða og sýndu okkur hvaða verk hann gæti unnið.“TK-22304 þótti standa sig afbragðsvel og aðrir starfsmenn nutu þess að dáðst að vinnubrögðunum.Vísir/Susanne ArthurVerðlaunin er ferð til ÍslandsLið Susanne heitir Team Messed Up Humans og er alþjóðlegt. Þau skiptu á milli sín verkefnum í grúbbu á Facebook. Gróðinn úr fjársjóðsleitinni er notaður í góðgerðaverk. Til dæmis fer hluti af peningunum í ár í að styrkja fjölskyldur í Sýrlandi. Félagið sem safnar peningunum heitir Random Acts er einnig tengt leikaranum Mischa Collins. „Önnur verkefni eru alvarlegri, eins og að fara inn á elliheimili og lesa fyrir fólk í klukkutíma. Þetta er bæði skemmtun og leið til þess að gera eitthvað gott fyrir heiminn.“ Það er skemmtileg staðreynd að sigurlaunin verða ferð til Íslands ásamt leikaranum Misha Collins. Susanne var mastersnemi í Miðaldafræði við Háskóla Íslands 2005 - 2006 en nú nýdoktor við Hugvísindasvið skólans. Hún vinnur hjá Árnastofnun og ætlar að búa hér næstu þrjú árin. Það þarf því líklega ekki að kaupa miða fyrir hana ef lið hennar vinnur. Úrslitin verða ekki ljós fyrr en í haust.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira