Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Guðjón Sigurbjartsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun