Endurtekin mistök þorsteinn víglundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar