Börn beitt ofbeldi Ólafur William Hand skrifar 30. desember 2016 07:00 Það er því miður þannig að allt of mörg börn á Íslandi eru fórnalömb tálmunar. Tálmun felst í því að forsjárforeldri kemur í veg fyrir að barn fái að hitta umgengnisforeldrið. Meirihluti tálmunarmála er kominn til vegna beiskju og biturðar eftir sambandsslit og eru þau til þess fallin að skaða börnin. Það að forræðisforeldri geti afskiptalaust beitt barni fyrir sig sem vopni í sambandsslitamálum er ekki annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og umgengnisforeldrinu. Allt ofbeldi á að vera refsivert samkvæmt lögum. Við eigum að vera löngu hætt að sætta okkur við ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Kerfið á ekki að vera þannig uppbyggt að forræðisforeldri geti stundað ofbeldi gegn barni sínu án refsinga. Það eru allt of margir forræðisforeldrar sem nýta sér meingölluð lög til þess að beita ofbeldi af þessu tagi óhindrað svo árum skiptir. Þegar forsjárforeldri brýtur á rétti barns hefur umgengnisforeldrið aðeins einn kost í stöðunni og það er að óska eftir að sýslumaður beiti dagsektum á forsjárforeldrið þar til tálmun er hætt og umgengni komið á. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að þetta úrræði virkar ekki. Afgreiðsla þessara mála tekur alltof langan tíma sem leiðir til þess að úrræðinu er sjaldnast eða nánast aldrei beitt. Skýringin er sú að sýslumaður vinnur eftir meingölluðum lögum sem í raun ýta undir að tálmun sé beitt án afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Foreldrum er skylt samkvæmt barnalögum að sækja sáttameðferð áður en dagsektum er beitt. Nú væri hægt og í raun eðlilegt að spyrja sig hvað sé verið að sætta? Það liggur fyrir samkomulag eða úrskurður sem er skýr að efni til um hvernig umgengni skuli hagað. Hver er þá tilgangur með sáttameðferð? Umgengnisforeldrið vill einungis að samkomulagið/úrskurðurinn sé virtur. Samt tekur þetta ferli marga mánuði. Sættir hafa þegar náðst með staðfestu samkomulagi á milli foreldra eða þá með úrskurði sýslumanns. Krafa um sáttameðferð þýðir í raun að litið er svo á að fyrri samningur er ekki virði þess pappírs sem hann er skrifaður á. Tálmun á að vera refsiverð og ákvæði um dagsektir eiga að vera refsiákvæði en ekki þvingunarákvæði. Ef foreldri beitir tálmun á ekki að bíða með að leggja á dagsektir heldur gera það strax og dugi það ekki á sýslumaður að óska eftir íhlutun lögreglu eins og gert er í öðrum refsimálum. Fórnarlambið, barnið, ætti að fá að hitta báða foreldra sína án þess að það þurfi að sæta því að málið dragist á langinn í kerfinu og skaði það enn frekar en þegar hefur verið gert með tálmuninni. Með því að gera smávægilegar breytingu á barnalögum, það er að binda tálmanir á umgengnisrétti viðurlögum refsilaga, má koma í veg fyrir flestar tálmanir eða allavega fækka þeim verulega með miklum sparnaði fyrir kerfi sem telur sig vera fjársvelt. Ferlið þarf að vera skilvirkara þannig að þegar krafa um dagsektir kemur fram á að afgreiða hana innan viku. Ef sýslumaður telur að málið þurfi frekari skoðun t.d. vegna öryggis barnsins eða heimilisaðstæðna ber honum að kanna það frekar innan skamms tíma. Með skilvirku kerfi fækkar þessum málum sjálfkrafa. Hvers vegna eru stjórnvöld treg við að taka upp refsingar við andlegu ofbeldi af því tagi sem tálmun er? Fastmótaðar hugmyndir um að réttur forræðisforeldris sé meiri en réttur barns og umgengnisforeldris eru það rótgrónar í kerfið að enginn hefur kjark eða vilja til þess að rugga bátnum sem samfélagið hefur sætt sig við í áratugi. Hafa ber í huga að kjarkur til að breyta kerfum, sem eingöngu eru til þess að viðhalda sjálfum sér, er forsenda þess að jafnrétti náist á öllum sviðum samfélagsins. Nýir og eldri þingmenn þurfa að sýna kjark til að berjast nú fyrir réttindum barna okkar, þeim sem skipta mestu máli í samfélagi okkar. Hættum að sætta okkur við hlutina af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst óþægilegt að ræða þá og gerum það sem þarf til að tryggja rétt barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er því miður þannig að allt of mörg börn á Íslandi eru fórnalömb tálmunar. Tálmun felst í því að forsjárforeldri kemur í veg fyrir að barn fái að hitta umgengnisforeldrið. Meirihluti tálmunarmála er kominn til vegna beiskju og biturðar eftir sambandsslit og eru þau til þess fallin að skaða börnin. Það að forræðisforeldri geti afskiptalaust beitt barni fyrir sig sem vopni í sambandsslitamálum er ekki annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og umgengnisforeldrinu. Allt ofbeldi á að vera refsivert samkvæmt lögum. Við eigum að vera löngu hætt að sætta okkur við ofbeldi sama hvaða nafni það nefnist. Kerfið á ekki að vera þannig uppbyggt að forræðisforeldri geti stundað ofbeldi gegn barni sínu án refsinga. Það eru allt of margir forræðisforeldrar sem nýta sér meingölluð lög til þess að beita ofbeldi af þessu tagi óhindrað svo árum skiptir. Þegar forsjárforeldri brýtur á rétti barns hefur umgengnisforeldrið aðeins einn kost í stöðunni og það er að óska eftir að sýslumaður beiti dagsektum á forsjárforeldrið þar til tálmun er hætt og umgengni komið á. Það er hins vegar sorgleg staðreynd að þetta úrræði virkar ekki. Afgreiðsla þessara mála tekur alltof langan tíma sem leiðir til þess að úrræðinu er sjaldnast eða nánast aldrei beitt. Skýringin er sú að sýslumaður vinnur eftir meingölluðum lögum sem í raun ýta undir að tálmun sé beitt án afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Foreldrum er skylt samkvæmt barnalögum að sækja sáttameðferð áður en dagsektum er beitt. Nú væri hægt og í raun eðlilegt að spyrja sig hvað sé verið að sætta? Það liggur fyrir samkomulag eða úrskurður sem er skýr að efni til um hvernig umgengni skuli hagað. Hver er þá tilgangur með sáttameðferð? Umgengnisforeldrið vill einungis að samkomulagið/úrskurðurinn sé virtur. Samt tekur þetta ferli marga mánuði. Sættir hafa þegar náðst með staðfestu samkomulagi á milli foreldra eða þá með úrskurði sýslumanns. Krafa um sáttameðferð þýðir í raun að litið er svo á að fyrri samningur er ekki virði þess pappírs sem hann er skrifaður á. Tálmun á að vera refsiverð og ákvæði um dagsektir eiga að vera refsiákvæði en ekki þvingunarákvæði. Ef foreldri beitir tálmun á ekki að bíða með að leggja á dagsektir heldur gera það strax og dugi það ekki á sýslumaður að óska eftir íhlutun lögreglu eins og gert er í öðrum refsimálum. Fórnarlambið, barnið, ætti að fá að hitta báða foreldra sína án þess að það þurfi að sæta því að málið dragist á langinn í kerfinu og skaði það enn frekar en þegar hefur verið gert með tálmuninni. Með því að gera smávægilegar breytingu á barnalögum, það er að binda tálmanir á umgengnisrétti viðurlögum refsilaga, má koma í veg fyrir flestar tálmanir eða allavega fækka þeim verulega með miklum sparnaði fyrir kerfi sem telur sig vera fjársvelt. Ferlið þarf að vera skilvirkara þannig að þegar krafa um dagsektir kemur fram á að afgreiða hana innan viku. Ef sýslumaður telur að málið þurfi frekari skoðun t.d. vegna öryggis barnsins eða heimilisaðstæðna ber honum að kanna það frekar innan skamms tíma. Með skilvirku kerfi fækkar þessum málum sjálfkrafa. Hvers vegna eru stjórnvöld treg við að taka upp refsingar við andlegu ofbeldi af því tagi sem tálmun er? Fastmótaðar hugmyndir um að réttur forræðisforeldris sé meiri en réttur barns og umgengnisforeldris eru það rótgrónar í kerfið að enginn hefur kjark eða vilja til þess að rugga bátnum sem samfélagið hefur sætt sig við í áratugi. Hafa ber í huga að kjarkur til að breyta kerfum, sem eingöngu eru til þess að viðhalda sjálfum sér, er forsenda þess að jafnrétti náist á öllum sviðum samfélagsins. Nýir og eldri þingmenn þurfa að sýna kjark til að berjast nú fyrir réttindum barna okkar, þeim sem skipta mestu máli í samfélagi okkar. Hættum að sætta okkur við hlutina af þeirri einföldu ástæðu að okkur finnst óþægilegt að ræða þá og gerum það sem þarf til að tryggja rétt barna okkar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar