Plat útfararstofa hvetur ökumenn að skrifa textaskilaboð Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 09:30 Athygliverð almannaheillaauglýsing. Þau gerast vart frumlegri auglýsingaskiltin en frá Wathan Funeral Home í Toronto í Kanada. Þó er rétt að hafa í huga að þessi útfararstofa er ekki til. Það er auglýsingastofan John St and Cieslok Media sem sett hefur upp þetta stóra auglýsingaskilti við fjölfarna hraðbraut í Toronto þar sem á stendur; “Text and Drive”, eða “skrifaðu og aktu”. Með því hvetur hún ökumenn til að skrifa textaskilaboð í síma sína á meðan þeir aka bílum sínum því með því aukast líkurnar á því að þeir verði viðskiptavinir útfararstofunnar, sem finnst þó ekki meðal útfararstofa. Með þessu vill auglýsingastofan opna augu almennings fyrir alvarleika þess að taka einbeitinguna frá akstri. Því má segja að auglýsingin sé almannaheillaauglýsing sem kostuð er af einkafyrirtæki og sannarlega eru skilaboðin áhrifamikil og sannast sagna ögn sláandi í leiðinni. Kannanir í Toronto sýna að fleiri og fleiri ökumenn þar eru í símum sínum við aksturinn og vill útfararstofan vekja fólk til umhugsunar með þessum sjokkerandi skilaboðum. Fleiri ökumenn í Ontario, þar sem borgin Toronto er, dóu í bílslysum í fyrra vegna símnotkunar heldur en í slysum þar sem áfengi var haft við hönd. Reyndar var árið í fyrra þriðja árið í röð þar sem þetta var staðreyndin. Í könnunum meðal ökumanna í Ontario viðurkennir helmingur ökumanna að nota síma sína við akstur. Í Bandaríkjunum voru 3.179 dauðsföll í vegunum árið 2014 rakin til þess að ökumenn voru í símum sínum og 431.000 slösuðust að auki. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Þau gerast vart frumlegri auglýsingaskiltin en frá Wathan Funeral Home í Toronto í Kanada. Þó er rétt að hafa í huga að þessi útfararstofa er ekki til. Það er auglýsingastofan John St and Cieslok Media sem sett hefur upp þetta stóra auglýsingaskilti við fjölfarna hraðbraut í Toronto þar sem á stendur; “Text and Drive”, eða “skrifaðu og aktu”. Með því hvetur hún ökumenn til að skrifa textaskilaboð í síma sína á meðan þeir aka bílum sínum því með því aukast líkurnar á því að þeir verði viðskiptavinir útfararstofunnar, sem finnst þó ekki meðal útfararstofa. Með þessu vill auglýsingastofan opna augu almennings fyrir alvarleika þess að taka einbeitinguna frá akstri. Því má segja að auglýsingin sé almannaheillaauglýsing sem kostuð er af einkafyrirtæki og sannarlega eru skilaboðin áhrifamikil og sannast sagna ögn sláandi í leiðinni. Kannanir í Toronto sýna að fleiri og fleiri ökumenn þar eru í símum sínum við aksturinn og vill útfararstofan vekja fólk til umhugsunar með þessum sjokkerandi skilaboðum. Fleiri ökumenn í Ontario, þar sem borgin Toronto er, dóu í bílslysum í fyrra vegna símnotkunar heldur en í slysum þar sem áfengi var haft við hönd. Reyndar var árið í fyrra þriðja árið í röð þar sem þetta var staðreyndin. Í könnunum meðal ökumanna í Ontario viðurkennir helmingur ökumanna að nota síma sína við akstur. Í Bandaríkjunum voru 3.179 dauðsföll í vegunum árið 2014 rakin til þess að ökumenn voru í símum sínum og 431.000 slösuðust að auki.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent