Málamiðlun byggð á ótta Stefán Jón Hafstein skrifar 21. mars 2016 00:00 Traust á Alþingi hlýtur að vera komið niður fyrir neðsta bílakjallarann í miðbænum eftir að myndast hefur víðtæk andspyrnuhreyfing þingmanna við þá 80.000 kjósendur sem vilja leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar breytingum á stjórnarskrá. Það er niðurlægjandi fyrir landslýð að sjá fulltrúa sína henda út í hafsauga niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu og setja fram í staðinn eigin tillögur sem eru „mús“ að sögn fyrrverandi forsætisráðherra, þess sem mestrar virðingar nýtur þeirra sem setið hafa á þeim stóli nýverið. Eins og Valgerður Bjarnadóttir, einn nefndarmanna, segir heiðarlega um tillögurnar: „Ákvæðin eru rýr og þau eru ekki auðskilin“ – eftir 49 fundi í fullkomnum vinnufriði fyrir luktum dyrum og þrjú ár sem enda í vonlausu tímahraki. Og gefa svo almenningi örfáa daga til að koma með athugasemdir.Lýðræðisótti Alþingi er þjakað af lýðræðisótta. Ótal þvergirðingar eru reistar til að varna því að fólk geti hnekkt lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu (mun einfaldara verður að virkja tilkippilegan Bessastaðabónda hverju sinni), en verra er að ekki verður hægt að krefjast þess sama um þingsályktunartillögur sem oft eru stefnumótandi og afdrifaríkar fyrir þjóðina (inngangan í Nató, umsókn til Efnahagsbandalagsins). Þá hafnar Þingið þeirri góðu tillögu Stjórnlagaráðs að samtök fólks fái frumkvæðisrétt um að leggja mál fyrir Alþingi (svo sem um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eða banna verðtryggingu). Þeir „kerfisflokkar“ sem á undanförnum árum hafa misst fylgi sitt hjá þjóðinni úr 90% niður í um 50% eru staddir í gjá milli Þings og þjóðar.Alþingi í andstöðu við sjálft sig Tveimur árum eftir Hrun samþykkti Alþingi samhljóða mikla ályktun vegna skýrslu Rannsóknarnefndar, þar sem meðal annars sagði: „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. … Alþingi ályktar að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið.“ Og já, svo ályktaði Alþingi að endurskoða ætti stjórnarskrána. Öll hegðun og breytni þingmanna og flokka sem sátu á Þingi á fyrra kjörtímabili og þessu bendir til að þeir séu í harðri andstöðu við þessi fyrirheit, með örfáum heiðarlegum undantekningum.Vanhæfir flokkar Við þær aðstæður sem nú eru hjá flokkunum er einfaldlega borin von að nokkuð skaplegt fæðist. Stjórnarflokkarnir báðir rúnir fylgi, ekki er hægt að vanmeta hve illa málið hefur leikið Samfylkinguna sem býr við þann freistnivanda að koma „málinu út úr heiminum“ meðan stór hluti VG hefur alltaf verið hálfvolgur (og Björt framtíð að hverfa). Styrkurinn, þorið og baráttuviljinn fyrir gagngerum umbótum er enginn – og við þessar aðstæður sameinast flokkarnir um að ýta vandanum frá sér – kaupa frið með lágmarkskostnaði – sem er versta leiðin til að bæta stjórnarskrá.Hvað með tillöguna? Fyrir ólöglærða er flókið að lesa sig með gagnrýnisgleraugum gegnum þessar þrjár tillögur til úrbóta, en verri þó greinargerðin sem með fylgir, beinlínis illa skrifuð. En af umræðum og athugasemdum lærðra manna og leikra má ráða að venjulegu fólki sé vorkunn, því þegar eru hafnar deilur um hvað tillögurnar þýða og til hvers þær muni leiða. Sumt virðist til verulegra bóta, annað tortryggilegt, sérstaklega þegar það er lesið með greinargerðinni. Viðvaningsbragur er að taka ekki á nauðsynlegum breytingum vegna alþjóðlegra samskipta og aumt að hvergi er vikið að óljósu og hættulega illa skilgreindu hlutverki forseta. Viðbrögðin úti í samfélaginu hafa leitt í ljós að sú yfirborðskennda „sátt“ sem náðist um málið á Alþingi (sem þegar er tekið að kvarnast úr) nær ekki út til okkar hinna sem höfum áhuga á umbótum og siðbót í íslenskri stjórnmálamenningu. Líklegast er að málið muni lognast útaf þegar hálfvolgur stuðningur eða andstaða valinkunnra þingmanna hittir fyrir fjölda málefnalegra athugasemda og mótmæla í samfélaginu. Þar til við kjósum forseta og Þing sem vilja í raun og sann lýðræðisumbætur, treysta almannahagsmuni og virða þjóðina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Traust á Alþingi hlýtur að vera komið niður fyrir neðsta bílakjallarann í miðbænum eftir að myndast hefur víðtæk andspyrnuhreyfing þingmanna við þá 80.000 kjósendur sem vilja leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar breytingum á stjórnarskrá. Það er niðurlægjandi fyrir landslýð að sjá fulltrúa sína henda út í hafsauga niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu og setja fram í staðinn eigin tillögur sem eru „mús“ að sögn fyrrverandi forsætisráðherra, þess sem mestrar virðingar nýtur þeirra sem setið hafa á þeim stóli nýverið. Eins og Valgerður Bjarnadóttir, einn nefndarmanna, segir heiðarlega um tillögurnar: „Ákvæðin eru rýr og þau eru ekki auðskilin“ – eftir 49 fundi í fullkomnum vinnufriði fyrir luktum dyrum og þrjú ár sem enda í vonlausu tímahraki. Og gefa svo almenningi örfáa daga til að koma með athugasemdir.Lýðræðisótti Alþingi er þjakað af lýðræðisótta. Ótal þvergirðingar eru reistar til að varna því að fólk geti hnekkt lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu (mun einfaldara verður að virkja tilkippilegan Bessastaðabónda hverju sinni), en verra er að ekki verður hægt að krefjast þess sama um þingsályktunartillögur sem oft eru stefnumótandi og afdrifaríkar fyrir þjóðina (inngangan í Nató, umsókn til Efnahagsbandalagsins). Þá hafnar Þingið þeirri góðu tillögu Stjórnlagaráðs að samtök fólks fái frumkvæðisrétt um að leggja mál fyrir Alþingi (svo sem um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eða banna verðtryggingu). Þeir „kerfisflokkar“ sem á undanförnum árum hafa misst fylgi sitt hjá þjóðinni úr 90% niður í um 50% eru staddir í gjá milli Þings og þjóðar.Alþingi í andstöðu við sjálft sig Tveimur árum eftir Hrun samþykkti Alþingi samhljóða mikla ályktun vegna skýrslu Rannsóknarnefndar, þar sem meðal annars sagði: „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. … Alþingi ályktar að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið.“ Og já, svo ályktaði Alþingi að endurskoða ætti stjórnarskrána. Öll hegðun og breytni þingmanna og flokka sem sátu á Þingi á fyrra kjörtímabili og þessu bendir til að þeir séu í harðri andstöðu við þessi fyrirheit, með örfáum heiðarlegum undantekningum.Vanhæfir flokkar Við þær aðstæður sem nú eru hjá flokkunum er einfaldlega borin von að nokkuð skaplegt fæðist. Stjórnarflokkarnir báðir rúnir fylgi, ekki er hægt að vanmeta hve illa málið hefur leikið Samfylkinguna sem býr við þann freistnivanda að koma „málinu út úr heiminum“ meðan stór hluti VG hefur alltaf verið hálfvolgur (og Björt framtíð að hverfa). Styrkurinn, þorið og baráttuviljinn fyrir gagngerum umbótum er enginn – og við þessar aðstæður sameinast flokkarnir um að ýta vandanum frá sér – kaupa frið með lágmarkskostnaði – sem er versta leiðin til að bæta stjórnarskrá.Hvað með tillöguna? Fyrir ólöglærða er flókið að lesa sig með gagnrýnisgleraugum gegnum þessar þrjár tillögur til úrbóta, en verri þó greinargerðin sem með fylgir, beinlínis illa skrifuð. En af umræðum og athugasemdum lærðra manna og leikra má ráða að venjulegu fólki sé vorkunn, því þegar eru hafnar deilur um hvað tillögurnar þýða og til hvers þær muni leiða. Sumt virðist til verulegra bóta, annað tortryggilegt, sérstaklega þegar það er lesið með greinargerðinni. Viðvaningsbragur er að taka ekki á nauðsynlegum breytingum vegna alþjóðlegra samskipta og aumt að hvergi er vikið að óljósu og hættulega illa skilgreindu hlutverki forseta. Viðbrögðin úti í samfélaginu hafa leitt í ljós að sú yfirborðskennda „sátt“ sem náðist um málið á Alþingi (sem þegar er tekið að kvarnast úr) nær ekki út til okkar hinna sem höfum áhuga á umbótum og siðbót í íslenskri stjórnmálamenningu. Líklegast er að málið muni lognast útaf þegar hálfvolgur stuðningur eða andstaða valinkunnra þingmanna hittir fyrir fjölda málefnalegra athugasemda og mótmæla í samfélaginu. Þar til við kjósum forseta og Þing sem vilja í raun og sann lýðræðisumbætur, treysta almannahagsmuni og virða þjóðina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar