„Viðskiptabannið verður afnumið“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. mars 2016 19:19 Obama hjónunum var vel tekið af almenningi í Kúbu við komu sína. Visir/Getty Sameiginlegur blaðamannafundur Barack Obama og Raúl Castro lauk um sjöleytið í kvöld. Fundurinn er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sitjandi Bandaríkjaforseti heimsækir Kúbu í 88 ár. Heimsóknin þykir því til marks um að aukin og vinalegri samskipti á milli þjóðanna. Það var Castro sem byrjaði á því að tala til fjölmiðla á fundinum. Hann sagðist fagna afstöðu Obama gegn viðskiptabanninu á Kúbu og sagði að hann vonaðist til þess að því yrði lyft þar sem það hafi skaðleg áhrif á land sitt. Castro sagði einnig að það væri ein krafa sín að því landsvæði sem Bandaríkin ráði nú yfir á Kúbu og er notað undir Guantánamo fangelsið yrði skilað. Hann gagnrýndi Bandaríkin fyrir að veita ekki öllum þegnum sínum jafnan aðgang að heilsugæslu, menntun, mat, launajöfnuði og mannréttindum. Castro sagði að nú væri verið að ræða ný tengsl á milli þjóðanna sem ekki hefðu þekkst áður. Hann fagnaði því sérstaklega að nú væri útlit fyrir betra aðgengi Kúbverja að lyfjum og tækninýjungum á sviði læknisvísinda.Rokksveitin sögufræga Rolling Stones undirbýr fría tónleika í Havana sem verða strax að lokinni heimsókn forsetans.Vísir/GettyKúbverjar fá aðgang að netinuObama mætti til Kúbu ásamt allri fjölskyldu sinni og stórum hóp þingmanna sem þykir sýna aukinn áhuga Bandaríkjanna á því að bæta samskipti þjóðanna. Hann talaði um að bandarísk fyrirtæki ætluðu að aðstoða almenning á Kúbu að komast á internetið. Obama sagði að veitt hafi verið leyfi til þess að auka flug- og ferjuferðir á milli landanna og að verið sé að klára skiptinemasamning á milli háskóla í löndunum tveimur. Obama talaði einnig um að báðar þjóðir væru að undirbúa að fjarlægja höft sem hafa verið á gjaldeyrarskiptum milli landanna. „Viðskiptabannið verður afnumið!,“ svaraði Obama skýrt þegar hann var aðspurður um hvað hann héldi að kæmi út úr bættum samskiptum þjóðanna. Hann gagnrýndi ákvörðunina um viðskiptabann og sagði að hálfrar aldar saga þess ætti að vera næg til að allir gerðu sér grein fyrir að það virkaði ekki. Núna sé því kominn tími til þess að prufa aðra nálgun. Til þess að lyfta banninu þarf þingið að taka upp málið og kjósa. Obama sagði að það gæti því vel verið svo að banninu yrði ekki lyft fyrr en eftir forsetatíð sína. Hljómsveitin Rolling Stones undirbýr nú fría tónleika á íþróttaleikvangi í Havana en fresta þurfti þeim um tvo daga vegna heimsóknar forsetans. Jagger grínaðist með það á Twitter-síðu sveitarinnar og tilkynnti Obama sem sérstakt upphitunaratriði Stones á Kúbu. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sameiginlegur blaðamannafundur Barack Obama og Raúl Castro lauk um sjöleytið í kvöld. Fundurinn er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sitjandi Bandaríkjaforseti heimsækir Kúbu í 88 ár. Heimsóknin þykir því til marks um að aukin og vinalegri samskipti á milli þjóðanna. Það var Castro sem byrjaði á því að tala til fjölmiðla á fundinum. Hann sagðist fagna afstöðu Obama gegn viðskiptabanninu á Kúbu og sagði að hann vonaðist til þess að því yrði lyft þar sem það hafi skaðleg áhrif á land sitt. Castro sagði einnig að það væri ein krafa sín að því landsvæði sem Bandaríkin ráði nú yfir á Kúbu og er notað undir Guantánamo fangelsið yrði skilað. Hann gagnrýndi Bandaríkin fyrir að veita ekki öllum þegnum sínum jafnan aðgang að heilsugæslu, menntun, mat, launajöfnuði og mannréttindum. Castro sagði að nú væri verið að ræða ný tengsl á milli þjóðanna sem ekki hefðu þekkst áður. Hann fagnaði því sérstaklega að nú væri útlit fyrir betra aðgengi Kúbverja að lyfjum og tækninýjungum á sviði læknisvísinda.Rokksveitin sögufræga Rolling Stones undirbýr fría tónleika í Havana sem verða strax að lokinni heimsókn forsetans.Vísir/GettyKúbverjar fá aðgang að netinuObama mætti til Kúbu ásamt allri fjölskyldu sinni og stórum hóp þingmanna sem þykir sýna aukinn áhuga Bandaríkjanna á því að bæta samskipti þjóðanna. Hann talaði um að bandarísk fyrirtæki ætluðu að aðstoða almenning á Kúbu að komast á internetið. Obama sagði að veitt hafi verið leyfi til þess að auka flug- og ferjuferðir á milli landanna og að verið sé að klára skiptinemasamning á milli háskóla í löndunum tveimur. Obama talaði einnig um að báðar þjóðir væru að undirbúa að fjarlægja höft sem hafa verið á gjaldeyrarskiptum milli landanna. „Viðskiptabannið verður afnumið!,“ svaraði Obama skýrt þegar hann var aðspurður um hvað hann héldi að kæmi út úr bættum samskiptum þjóðanna. Hann gagnrýndi ákvörðunina um viðskiptabann og sagði að hálfrar aldar saga þess ætti að vera næg til að allir gerðu sér grein fyrir að það virkaði ekki. Núna sé því kominn tími til þess að prufa aðra nálgun. Til þess að lyfta banninu þarf þingið að taka upp málið og kjósa. Obama sagði að það gæti því vel verið svo að banninu yrði ekki lyft fyrr en eftir forsetatíð sína. Hljómsveitin Rolling Stones undirbýr nú fría tónleika á íþróttaleikvangi í Havana en fresta þurfti þeim um tvo daga vegna heimsóknar forsetans. Jagger grínaðist með það á Twitter-síðu sveitarinnar og tilkynnti Obama sem sérstakt upphitunaratriði Stones á Kúbu.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira