„Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2016 19:52 Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar sá síðarnefndi tók við lyklunum að stjórnarráðinu. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forveri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í því embætti, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að skynsamlegra væri fyrir framsóknarmenn að gefa formanni sínum þau ráð að koma heiðarlega fram við þjóðina og segja undanbragðalaust frá öllum staðreyndum svokallaðs Jómfrúamáls. Eins og greint hefur verið frá á Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum, en félagið lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna þriggja. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hugsanleg hagsmunatengsl forsætisráðherra í tengslum við það ferli sem sneri að uppgjöri slitabúanna og varðandi það hvort siðferðislega rétt hafi verið af forsætisráðherra að leyna því að kona hans ætti eignir í erlendu félagi sem lýsti kröfum í slitabúum. Sigmundur Davíð hefur alfarið neitað að svara spurningum fjölmiðla um málið en samflokksmenn hans hafa svarað þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra og kallað þá meðal annars „ófrægingarlið“og „hælbíta.“ Vísir fjallaði fyrr í dag um skrif framsóknarmanna og deilir Jóhanna fréttinni með skrifum sínum á Facebook: „Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli. Í anda þess að vinur er sá er til vamms segir væri skynsamlegra hjá framsóknarmönnum að gefa forsætisráðherranum þau ráð að hann kom ærlega fram við þjóðina og flokk sinn og segi undanbragðalaust frá öllum staðreyndum málsins. Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér. Hálfaumkunarvert er að heyra forsætisráðherra aðeins tyggja að hann ætli ekki að svara fyrir fjármál eiginkonu sinnar. Er líka til of mikils mælst að hann skrifi undir siðareglur ráðherra?“Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli.Í...Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Monday, 21 March 2016 Tengdar fréttir Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49 Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forveri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í því embætti, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að skynsamlegra væri fyrir framsóknarmenn að gefa formanni sínum þau ráð að koma heiðarlega fram við þjóðina og segja undanbragðalaust frá öllum staðreyndum svokallaðs Jómfrúamáls. Eins og greint hefur verið frá á Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum, en félagið lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna þriggja. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hugsanleg hagsmunatengsl forsætisráðherra í tengslum við það ferli sem sneri að uppgjöri slitabúanna og varðandi það hvort siðferðislega rétt hafi verið af forsætisráðherra að leyna því að kona hans ætti eignir í erlendu félagi sem lýsti kröfum í slitabúum. Sigmundur Davíð hefur alfarið neitað að svara spurningum fjölmiðla um málið en samflokksmenn hans hafa svarað þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra og kallað þá meðal annars „ófrægingarlið“og „hælbíta.“ Vísir fjallaði fyrr í dag um skrif framsóknarmanna og deilir Jóhanna fréttinni með skrifum sínum á Facebook: „Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli. Í anda þess að vinur er sá er til vamms segir væri skynsamlegra hjá framsóknarmönnum að gefa forsætisráðherranum þau ráð að hann kom ærlega fram við þjóðina og flokk sinn og segi undanbragðalaust frá öllum staðreyndum málsins. Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér. Hálfaumkunarvert er að heyra forsætisráðherra aðeins tyggja að hann ætli ekki að svara fyrir fjármál eiginkonu sinnar. Er líka til of mikils mælst að hann skrifi undir siðareglur ráðherra?“Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli.Í...Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Monday, 21 March 2016
Tengdar fréttir Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49 Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49
Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48