„Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2016 19:52 Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar sá síðarnefndi tók við lyklunum að stjórnarráðinu. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forveri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í því embætti, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að skynsamlegra væri fyrir framsóknarmenn að gefa formanni sínum þau ráð að koma heiðarlega fram við þjóðina og segja undanbragðalaust frá öllum staðreyndum svokallaðs Jómfrúamáls. Eins og greint hefur verið frá á Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum, en félagið lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna þriggja. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hugsanleg hagsmunatengsl forsætisráðherra í tengslum við það ferli sem sneri að uppgjöri slitabúanna og varðandi það hvort siðferðislega rétt hafi verið af forsætisráðherra að leyna því að kona hans ætti eignir í erlendu félagi sem lýsti kröfum í slitabúum. Sigmundur Davíð hefur alfarið neitað að svara spurningum fjölmiðla um málið en samflokksmenn hans hafa svarað þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra og kallað þá meðal annars „ófrægingarlið“og „hælbíta.“ Vísir fjallaði fyrr í dag um skrif framsóknarmanna og deilir Jóhanna fréttinni með skrifum sínum á Facebook: „Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli. Í anda þess að vinur er sá er til vamms segir væri skynsamlegra hjá framsóknarmönnum að gefa forsætisráðherranum þau ráð að hann kom ærlega fram við þjóðina og flokk sinn og segi undanbragðalaust frá öllum staðreyndum málsins. Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér. Hálfaumkunarvert er að heyra forsætisráðherra aðeins tyggja að hann ætli ekki að svara fyrir fjármál eiginkonu sinnar. Er líka til of mikils mælst að hann skrifi undir siðareglur ráðherra?“Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli.Í...Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Monday, 21 March 2016 Tengdar fréttir Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49 Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forveri Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í því embætti, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að skynsamlegra væri fyrir framsóknarmenn að gefa formanni sínum þau ráð að koma heiðarlega fram við þjóðina og segja undanbragðalaust frá öllum staðreyndum svokallaðs Jómfrúamáls. Eins og greint hefur verið frá á Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum, en félagið lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna þriggja. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hugsanleg hagsmunatengsl forsætisráðherra í tengslum við það ferli sem sneri að uppgjöri slitabúanna og varðandi það hvort siðferðislega rétt hafi verið af forsætisráðherra að leyna því að kona hans ætti eignir í erlendu félagi sem lýsti kröfum í slitabúum. Sigmundur Davíð hefur alfarið neitað að svara spurningum fjölmiðla um málið en samflokksmenn hans hafa svarað þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra og kallað þá meðal annars „ófrægingarlið“og „hælbíta.“ Vísir fjallaði fyrr í dag um skrif framsóknarmanna og deilir Jóhanna fréttinni með skrifum sínum á Facebook: „Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli. Í anda þess að vinur er sá er til vamms segir væri skynsamlegra hjá framsóknarmönnum að gefa forsætisráðherranum þau ráð að hann kom ærlega fram við þjóðina og flokk sinn og segi undanbragðalaust frá öllum staðreyndum málsins. Hafi hann ekki þær málsbætur sem endurheimt geta trúnaðartraust þá á hann engan annan kost en að segja af sér. Hálfaumkunarvert er að heyra forsætisráðherra aðeins tyggja að hann ætli ekki að svara fyrir fjármál eiginkonu sinnar. Er líka til of mikils mælst að hann skrifi undir siðareglur ráðherra?“Framsóknarmenn úthúða nú öllum sem voga sér að benda á siðferðisbresti forsætisráðherrans í svokölluðu Jómfrúarmáli.Í...Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on Monday, 21 March 2016
Tengdar fréttir Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49 Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fár í Framsóknarflokknum Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum stígur fram á ritvöllinn og úthúðar öllum þeim sem gagnrýnt hafa forsætisráðherra. 21. mars 2016 16:49
Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48