Nýtt tækifæri til að efla lýðræðið Antoni Abat i Ninet skrifar 18. mars 2016 00:00 Þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar lögðust gegn stjórnarskrá sem samin var með aðkomu þjóðarinnar töldu sumir að nú væri öllu lokið, að sumir hlutir væru einfaldlega þess eðlis að ekki væri tækt að hleypa leikmönnum í einhvers konar tilraunastarfsemi með þá. Sannleikurinn er hins vegar sá, að vegna þess mikla pólitíska vægis sem stjórnarskrá hefur, verður ekki vikist undan því að þjóðin, raunverulegur valdhafi, samþykki hana. Í lýðræðisríkjum á borð við Ísland er það þjóðin (íbúar Íslands) sem ræður því fyrst og síðast hvaða stjórnmálakerfi hún vill búa við, og eru örlög nýrrar stjórnarskrár ekki undantekning frá þeirri reglu. Lýðræðið er alltaf háð vilja þjóðar. Það virðist útilokað að læsa niður í glatkistu eða svæfa það sem þjóðarviljinn hefur úrskurðað, í landi þar sem svo góð reynsla fékkst af beinum afskiptum borgaranna við að móta valda- og efnahagskerfinu nýja stefnu. Frá lagalegu og stjórnmálalegu sjónarhorni hefur sú opna og gegnsæja aðferð, sem notuð var á Íslandi við gerð nýrrar stjórnarskrár, vakið athygli fjölda sérfræðinga, háskóla og samfélaga, og nú er fylgst með möguleikanum á því að slíkri aðferð verði beitt á ný. Það er byltingarkennd aðferð að fela þjóðinni að semja stjórnarskrá, en vandinn er sá að ekki eru til hliðstæð dæmi til samanburðar. Það er líka afrek að láta ferlið ganga upp, og í framtíðinni verður litið til reynslu Íslands þegar unnið verður að stjórnarskrám um veröld víða. Engum dettur í hug að þetta byltingarkennda ferli, sem Íslendingar áttu frumkvæðið að, verði auðvelt viðfangs, og fram undan eru ýmsir farartálmar, en þegar upp er staðið er það vilji fólksins sem skiptir sköpum í lýðræðisríki. Sé það vilji Íslendinga að leggja til grundvallar stjórnarskrárdrögin sem þjóðin samdi getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svo verði. Fyrr eða síðar verður sá texti samþykktur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar lögðust gegn stjórnarskrá sem samin var með aðkomu þjóðarinnar töldu sumir að nú væri öllu lokið, að sumir hlutir væru einfaldlega þess eðlis að ekki væri tækt að hleypa leikmönnum í einhvers konar tilraunastarfsemi með þá. Sannleikurinn er hins vegar sá, að vegna þess mikla pólitíska vægis sem stjórnarskrá hefur, verður ekki vikist undan því að þjóðin, raunverulegur valdhafi, samþykki hana. Í lýðræðisríkjum á borð við Ísland er það þjóðin (íbúar Íslands) sem ræður því fyrst og síðast hvaða stjórnmálakerfi hún vill búa við, og eru örlög nýrrar stjórnarskrár ekki undantekning frá þeirri reglu. Lýðræðið er alltaf háð vilja þjóðar. Það virðist útilokað að læsa niður í glatkistu eða svæfa það sem þjóðarviljinn hefur úrskurðað, í landi þar sem svo góð reynsla fékkst af beinum afskiptum borgaranna við að móta valda- og efnahagskerfinu nýja stefnu. Frá lagalegu og stjórnmálalegu sjónarhorni hefur sú opna og gegnsæja aðferð, sem notuð var á Íslandi við gerð nýrrar stjórnarskrár, vakið athygli fjölda sérfræðinga, háskóla og samfélaga, og nú er fylgst með möguleikanum á því að slíkri aðferð verði beitt á ný. Það er byltingarkennd aðferð að fela þjóðinni að semja stjórnarskrá, en vandinn er sá að ekki eru til hliðstæð dæmi til samanburðar. Það er líka afrek að láta ferlið ganga upp, og í framtíðinni verður litið til reynslu Íslands þegar unnið verður að stjórnarskrám um veröld víða. Engum dettur í hug að þetta byltingarkennda ferli, sem Íslendingar áttu frumkvæðið að, verði auðvelt viðfangs, og fram undan eru ýmsir farartálmar, en þegar upp er staðið er það vilji fólksins sem skiptir sköpum í lýðræðisríki. Sé það vilji Íslendinga að leggja til grundvallar stjórnarskrárdrögin sem þjóðin samdi getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir að svo verði. Fyrr eða síðar verður sá texti samþykktur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun