Kerfið stjórnar Gunnlaugur Stefánsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Kerfin eiga að þjóna fólkinu. En það getur breyst fljótt, ef kerfið er farið að snúast um að viðhalda sjálfu sér. Þá verður til skipulag með innbyggðum hvata um að verja fjárhagslega stöðu sína óháð þjónustunni við fólkið. Þar skapast lítið svigrúm svo hjartað megi einhverju ráða. Hér er ekki við starfsfólkið að sakast sem líður líka fyrir kerfishyggjuna. Margrét var rúmlega áttræð. Á einu ári var hún flutt þrisvar sinnum með sjúkrabifreið meðvitundarlítil af heimili sínu á bráðamóttökuna á Landspítalanum. Þar var alltaf tekið á móti henni af alúð. Eftir nákvæma skoðun var aðstandendum sagt að hún þjáðist af vannæringu og ofþornun. Síðan var henni komið fyrir á deild á sjúkrahúsinu. Það tók Margréti drjúgan tíma að safna þreki á ný og á meðan gat hún ekki verið heima hjá sér. Á einu ári dvaldi Margrét á sex heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, stundum með viðdvöl heima hjá sér á milli flutninga. En allar nýjar innlagnir áttu sameiginlegt, að á móti henni var tekið eins og hún hefði aldrei verið í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Sömu spurningar, nýgerðar rannsóknir endurteknar, fleiri skýrslur, aftur og aftur, jafnvel þó hún hafi verið flutt beint af einni sjúkradeild á aðra. Múrar á milli stofnana og deilda voru rammgerðir. Hvergi nokkurs staðar var að finna aðila í kerfinu sem bar ábyrgð með heildarsýn yfir samskipti Margrétar við heilbrigðiskerfið. Mikið er nú íslenska heilbrigðiskerfið vel efnum búið að geta stundað svona rekstur. Seint um síðir komst Margrét í gegnum frumskóg kerfisins til varanlegrar dvalar á heimili aldraðra og bjó þar við ágæta heilsu um árabil. Þar var séð um að hún fengi nóg að borða og drekka, naut tómstunda og samfélags. Fólkið að störfum hafði svigrúm til að leyfa hjartanu að slá með heimilisfólki, skynja þarfir þess og aðstæður, en lét ekki flókna kerfiskróka stjórna öllum háttum og skipulagi. Væri ekki ráð, að horfa sér nær og spyrja stundum hvort kerfið sé æðra en þjónustan við fólkið? Það gæti kannski líka leitt til þess að fjármunir nýttust betur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Kerfin eiga að þjóna fólkinu. En það getur breyst fljótt, ef kerfið er farið að snúast um að viðhalda sjálfu sér. Þá verður til skipulag með innbyggðum hvata um að verja fjárhagslega stöðu sína óháð þjónustunni við fólkið. Þar skapast lítið svigrúm svo hjartað megi einhverju ráða. Hér er ekki við starfsfólkið að sakast sem líður líka fyrir kerfishyggjuna. Margrét var rúmlega áttræð. Á einu ári var hún flutt þrisvar sinnum með sjúkrabifreið meðvitundarlítil af heimili sínu á bráðamóttökuna á Landspítalanum. Þar var alltaf tekið á móti henni af alúð. Eftir nákvæma skoðun var aðstandendum sagt að hún þjáðist af vannæringu og ofþornun. Síðan var henni komið fyrir á deild á sjúkrahúsinu. Það tók Margréti drjúgan tíma að safna þreki á ný og á meðan gat hún ekki verið heima hjá sér. Á einu ári dvaldi Margrét á sex heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, stundum með viðdvöl heima hjá sér á milli flutninga. En allar nýjar innlagnir áttu sameiginlegt, að á móti henni var tekið eins og hún hefði aldrei verið í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Sömu spurningar, nýgerðar rannsóknir endurteknar, fleiri skýrslur, aftur og aftur, jafnvel þó hún hafi verið flutt beint af einni sjúkradeild á aðra. Múrar á milli stofnana og deilda voru rammgerðir. Hvergi nokkurs staðar var að finna aðila í kerfinu sem bar ábyrgð með heildarsýn yfir samskipti Margrétar við heilbrigðiskerfið. Mikið er nú íslenska heilbrigðiskerfið vel efnum búið að geta stundað svona rekstur. Seint um síðir komst Margrét í gegnum frumskóg kerfisins til varanlegrar dvalar á heimili aldraðra og bjó þar við ágæta heilsu um árabil. Þar var séð um að hún fengi nóg að borða og drekka, naut tómstunda og samfélags. Fólkið að störfum hafði svigrúm til að leyfa hjartanu að slá með heimilisfólki, skynja þarfir þess og aðstæður, en lét ekki flókna kerfiskróka stjórna öllum háttum og skipulagi. Væri ekki ráð, að horfa sér nær og spyrja stundum hvort kerfið sé æðra en þjónustan við fólkið? Það gæti kannski líka leitt til þess að fjármunir nýttust betur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar